miðvikudagur, maí 30, 2007

Til hamingju með afmælið Örnólfur

og ein mynd af litla frænda í tilefni dagsins.....

Hann hlakkar mikið til að fá stóra frænda í heimsókn ;)

mánudagur, maí 28, 2007

Dálítið líkur mömmu sinni


er það ekki???

laugardagur, maí 26, 2007

Litli kúturinn

er farinn að nota snuð.en samt bara stundum, þegar honum hentar. Stundum verður hann alveg brjálaður ef okkur dettur í hug að setja upp í hann snuð, gæti verið að skapið fylgi háralitnum...veit ekki :)

Okkur finnst tíminn búinn að vera alveg ótrúlega fljótur að líða, litli bráðum að verða mánaðargamall. Dagarnir fara mest í að skipta á bleyjum, svæfa, gefa og fara út að labba. Við erum búin að hafa það ótrúlega gott og litli bara ótrúlega vær og alveg yndislegur....að sjálfsögðu fallegasta barn sem við höfum augum litið ;)
Hann er kominn með smá skap og hikar ekki við að láta foreldra sína heyra það ef hann fær ekki að drekka um leið og hann vaknar eða ef Georg dirfist að strjúka á honum bakið en ekki klappa honum. Hann er algjör kúrikall og finnst ótrúlega gott að láta strjúka sér um hárið og greiða sér og best ef hann fær að drekka um leið.
Honum finnst hinsvegar ótrúlega leiðinlegt að vakna og kvartar og kvartar á meðan. Það ferli tekur svona hálftíma, þar sem hann teygir úr sér og geispar ótrúlega mikið og prumpar enn meira og kvartar og kjökrar.
Meira síðar.

P.s þetta voru minnstu snuðin sem voru til!

fimmtudagur, maí 24, 2007

4,4 kíló!!!

Ljósmóðirin var í heimsókn og lýsti yfir mikilli ánægju með hlunkinn, hann er orðinn 56 cm og heil 4,4 kíló og sprengir alla skala. Þannig að núna má í alvöru kalla hann Hlunkinn.


og að sjálfsögðu pissaði hann og prumpaði á ljósuna.

miðvikudagur, maí 23, 2007

Sindri Þorsteinsson

Í dag fórum við í heimsókn til Jóhönnu og Steina og kíktum á nýjasta fjölskyldumeðliminn þeirra, Sindra. Hann er rosa fínn og við óskum þeim til hamingju með litla strákinn.
Hér er svo mynd af þeim félögunum:


Ekki mikið partý þarna....


En þegar við komum heim fór hlunkurinn í bað (var aðeins skárra en síðast, en ekki mikið) og eftir það þá var mikið partý...p.s. gamla myndasíðan okkar fór alltíeinu að heimta að fá peninga fyrir að geyma myndirnar okkar, og því nenntum við ekki, svo að við erum búin að skipta. Núna erum við farin yfir á flickr og settum nokkrar nýjar myndir inn þar.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Feðgarnir....

....og uppáhalds strákarnir mínir :)

eru þeir ekki sætir?????

sunnudagur, maí 20, 2007

Amma og afi í heimsókn

Mamma og pabbi (Sólveigar) eru búin að vera hjá okkur í heimsókn síðan á fimmtudag. Við erum búin að hafa það rosa huggulegt. Fórum til Malmö í gær og ætlum að grilla og spila í kvöld. Litli kúturinn fékk fullt af pökkum frá Íslandi og við þökkum kærlega fyrir okkur. Gott að vita af öllu fólkinu sem er að hugsa til okkar :)

Í heimaprjónuðu peysunni frá Gunnu frænku og Bjarna og sokkum frá langömmu sinni.

Hérna er ein mynd að kútnum með afa sínum.

Honum fannst bara ótrúlega huggulegt þegar amma hans skipti á honum.

Ekki verra að spjalla aðeins við hana


og best að fá að kúra aðeins í ömmufangi :)Og að lokum tvær myndir af fyrsta baðinu......honum fannst það ekki skemmtilegt og varð alveg brjálaður.

p.s Litli bíður spenntur eftir að hitta fleiri úr fjölskyldunni sinni :)

Ein mynd fyrir Erlu móðursystur :)

miðvikudagur, maí 16, 2007

Íbúð til leigu

Halló allir, við Georg erum að koma til Íslands og við ætlum að reyna að leigja íbúðina okkar hér í DK út á meðan. Hún er til leigu frá 27. júlí til 12. ágúst . Við ætlum að leigja hana á 25. þús fyrir allan tímann. íbúðin er á Öresunds kollegíinu í kaupmannahöfn. Ca. 10 mín að hjóla niðrí bæ og 10 mín út á strönd. Íbúðin er að sjálfsögðu með öllum húsgögnum stóru rúmi og sófa sem einn getur sofið í.

Ef ykkur langar að vera í Köben á þessum tíma (eða vitið um einhvern annann áhugasaman) þá endilega sendið mér email solveig.edda@gmail.com

p.s. það er líka hægt að vera í styttri tíma og þá kostar það eitthvað minna, að sjálfsögðu

mánudagur, maí 14, 2007

Fæðingarsagan mikla.

Þetta byrjaði á fimmtudagsmorgninum ca. hálf fimm með smá verkjum. Ég var ekki viss um hvort þetta væri alvöru eða ekki, en var samt að vona. Þá vakti ég Georg og sagði við hann “ég held að við séum að eignast barn í dag” en hann neitaði að trúa mér og fór bara aftur að sofa!!! Rétt fyrir hálf níu hjóluðum við síðan af stað til Jóhönnu ljósmóður (já Berglind, hjóluðum) sem sagði að þessir verkir gætu alveg eins varað í margar vikur og af því að ég átti næstum viku eftir sagði hún að Georg gæti óhræddur farið í vinnuna. Þannig að Georg fór í vinnuna og ég heim og lagði mig.

Um hádegið vaknaði ég svo ennþá með verki en samt ekkert viss, þá ákvað ég að plata Jóhönnu með mér útí Amager Center og verslaði í matinn og svo horfðum við á vídjó. Kl. tvö var svo orðnar 6 mín á milli verkja og okkur hætt að lítast á blikuna, hálftíma seinna voru mínúturnar orðnar fjórar svo ég hringdi í Georg og sagði að það væri líklega best að hann hjólaði bara heim (sagði að hann þyrfti samt ekkert að taka leigubíl eða neitt). Korteri seinna var Georg búinn að hjóla þessa hálftíma leið úr vinnunni sinn og bölva öllum rauðu ljósunum sem hann lenti á og mínúturnar bara orðnar 3. Þá hringdi ég upp á spítala og konan í símanum sagði mér að vera róleg og halda í mér í svona eins og klukkutíma og koma svo. Georg leist ekki á það og hringdi aftur upp á spítala og sagði að við værum bara á leiðinn en hann fékk þá að vita að það væri ekkert pláss og konan ætlaði að reyna að koma okkur fyrir annarsstaðar!! Við fengum samt að koma og brunuðum þá uppeftir. Þegar við komum á spítalann var allt alveg brjálað að gera hjá þeim og við þurftum að bíða eftir lausri ljósmóður.

Loksins kom ein ótrúlega upptekin (mátti ekkert vera að því að bíða eftir Georg næði í töskurnar okkar) en samt voða fín. Hún gat því miður ekki stoppað lengi hjá okkur því hún skildi praktíkantinn sinn einan eftir í miðri fæðingu.
Það var ekki gott því í staðinn fengum við sænska ljósmóður dauðans. Hún var bæði óþolandi og það var erfitt að skilja hana. En hún skoðaði mig og sagði að ég væri komin með fimm í útvíkkun og á meðan hún var að skoða mig fór ég upp í sjö og hún flýtti sér að
finna fæðingarstofu. Einum og hálfum tíma síðar skoðaði hún mig aftur og þá var ég komin upp í níu þar sem ég stoppaði. Síðan sprengdi hún belginn og þá loksins fór vatnið en ekkert meir gerðist. Hálf tíu fannst henni þetta vera að ganga hægt, þar sem ekkert var búið að breytast, þá fékk ég hríðaaukandi drip og hláturgas til að lina verkina. Mitt í öllu þessu þá fannst ljósmóðurinni við hæfi að láta okkur panta mat. Hún rétti okkur matseðil frá eldhúsinu og spurði á hverju við hefðum lyst.....engu...en pöntuðum samt tvær samlokur til að geðjast henni. Loksins fór þetta eitthvað að ganga og ég mátti byrja að rembast. En klukkutíma seinna var enn ekkert búið að gerast og læknir kallaður inn til að meta ástandið, þá kom í ljós að strákurinn okkar var orðinn þreyttur og öndunin og hjartslátturinn eitthvað á reiki. Hann þurfti að koma út strax.
Tuttugu mínútum seinna kom lítill strákur í heiminn. Þá kom í ljós að hann hafði snúið andlitinu upp og þess vegna var þetta svona erfitt og þurfti að taka hann með sogskál og klippa. En allt er gott sem endar vel og strákurinn var svona líka fínn 3,4 kíló og 50 cm rauðhærð sveskja.

Rútínan öll að koma.

Já, þessi fasta rútína er öll að koma og við Sólveig erum búin að koma upp ágætis verkaskiptingu,
Sólveig gerir alls konar skemmtilegt eins og að labba með vagninn...
...og ég skipti á bleyjum...
Suð, stuð og meira stuð!p.s. bleytan á bolnum mínum er ekki piss heldur kúkur

sunnudagur, maí 13, 2007

Afmæli.

Hún á afmælídag,
hún á afmælídag.
húúún á aaaafmæææl'
húúúnnn Tóóóótaaaa
húúnn ááá aaffmæælííí'daaaag!!!


Húrra fyrir Tótu systur minni.

laugardagur, maí 12, 2007

....elskar að kúra

föstudagur, maí 11, 2007

NaflastúfurÍ dag var góður dagur. Fyrst gubbaði sá litli yfir öxlina og bakið á mömmu sinni og þegar hún var að skipta um bleyju þá frussaði hann kúk yfir magann á henni. Þrennunni náði hann svo aðeins seinna þegar hann pissaði yfir mömmu sína, rúmið sitt og sig sjálfan í einni bunu... geri aðrir betur. Svo þegar Sólveig var að þrífa þetta allt saman þá rakst hún í naflastúfinn þannig að hann datt af. Fullkominn endir á spennandi degi nýbakaðra foreldra.

Mini-me??


Um daginn fór Sólveig og fékk sér lítið klón, þau eru m.a. með alveg nákvæmlega eins tær...

og eyru...

miðvikudagur, maí 09, 2007

Heimaleikfimi og fl.Á leiðinni heim af spítalanum.....

Mamman hélt að hlunkurinn yrði aðeins stærri en hann var :)Svakalega pirraður yfir því að vera troðið í allt of stór föt.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Rannsóknardagurinn mikli

Í dag fórum við upp á spítala vegna þess það átti að prófa strákinn fyrir allskonar sjaldgjæfum efnaskiptasjúkdómum og taka blóðprufu og athuga með heyrnina. Semsagt allskonar próf og nálastungur og leiðindi... en hlunkurinn stóð sig eins og hetja og grét ekki einu sinni. húrra!

Allt gekk rosa vel og heyrnin var góð og gulan að alveg að fara. Síðan kom sundhedsplejersken (veit ekki hvað það er á íslensku) og mældi hann og vigtaði, búinn að lengjast um heila 3 cm og þyngjast um 50 grömm. Semsagt allt í rosa góðu og gengur vel.Í gær kom svo pakki með þessu ótrúlega fína teppi, og húfu í stíl, frá Bjarna og Gunnu. Rosa flott og það passar fullkomlega á rúmið hans. Takk takk Bjarni og Gunna!

mánudagur, maí 07, 2007

Fyrstu dagarnir heima :)Á leiðinni út í vagninn


Ótrúlega skrítið að vera komin heim með litla krílið okkar. Finnst ennþá skrítnara að horfa á hann og að hann sé litla krílið sem ég er búin að vera með í bumbunni allann þennan tíma, sérstaklega með allt þetta hár. Annars gengur allt vel hjá okkur. Held að við séum ennþá öll að jafna okkur eftir fæðinguna, enda heljarinnar átök. Georg snýst í kringum okkur og ég staulast um. Litli er farinn að vakna sjálfur til að drekka (svona yfirleitt allavega) og er farinn að drekka mjög vel. Hann er líka búin að pissa, kúka og æla í gegnum nokkur dress af fötum, rúmið sitt og rúmið okkar þannig að það er mikið stuð hjá okkur. Fórum út í fyrsta göngutúrinn í dag, reyndar bara í kringum kollegíið og aftur heim en það var samt gott að komast aðeins út.
Förum á morgun upp á spítala í allskonar mælingar og próf sem öll nýfædd börn fara í og svo kemur hjúkkan í heimsókn, spennandi.
Pabbinn að reyna að vekja fyrir brjóstagjöf, það finnst litla ekki skemmtilegt.

sunnudagur, maí 06, 2007

03/05/07


varð dagurinn!!!
Litla familían komin heim og öllum heilsast vel.
Strákurinn okkar fæddist kl 22:40 á fimmtudagskvöldið og var 3.4 kg (14 merkur) og 50 cm. Með mjög mikið rauðleitt (að við höldum) hár. Fleiri myndir og fæðingasagan koma síðar :)


p.s. við vorum að setja nýjar myndir á myndasíðuna

miðvikudagur, maí 02, 2007

bumban á sínum stað

orðin ansi sigin reyndar.
Þannig að ég er búin að tapa keppninni, næst er það 4. maí fyrir hádegi.....spennandi.
Eigum tíma hjá ljósunni á morgun, gaman að vita hvað "krílið" er orðið stórt.