fimmtudagur, júní 28, 2007

montimont

5,5 kíló og 61 cm, húrra!!

miðvikudagur, júní 27, 2007

mjólkmjólkmjólk


Aldrei datt mér í hug að of mikil mjólkurframleiðsla gæti orðið vandamál en ég er gjörsamlega að springa. Veit ekkert hvað ég á að gera, búin að prófa öll ráðin sem brjóstagjafaráðgjafinn gaf mér og ekkert virðist hafa langtíma áhrif. Var að gefa litla að drekka áðan og á meðan lak úr hinu brjóstinu í gegnum gjafabrjóstarhaldaran, bolinn minn, náttgallann hans og samfelluna, það draup........
Það er líka ótrúlega sárt að vera með svona mikla mjólk, get t.d ekki legið á hliðunum og það er vont að hreyfa hendurnar mikið......HHHHHJJJJJJÁÁÁÁLLLLPPPP einhver góð ráð?????

mánudagur, júní 25, 2007

Spennandi dagur í lífi heimavinnandi húsmóður :)

Pampers bleyjur á tilboði og Georg komst inn í Kennó, húrra!!

sunnudagur, júní 24, 2007

Myndir frá ömmu Sigrúnu


Setjum inn fleiri myndir á myndasíðuna bráðlega.....

laugardagur, júní 23, 2007

vaxtaverkir

Litli er aðeins búinn að láta hafa fyrir sér síðustu daga. Hann er búinn að vera mjög pirraður og vill bara hanga á öxlinni á okkur. Áttum alveg einstaklega skemmtilegan dag á föstudag þar sem hann grét og grét og vildi bara hanga á öxlinni á mér, Georg var í sumarveislu á leikskólanum og var ekki komin heim fyrr en um 21 leytið þannig að ég var orðin ansi þreytt í höndunum þegar hann kom. Erfitt með svona lítil kríli að vita ekkert hvað er að og geta ekki hjálpað þeim. En honum líður greinilega aðeins betur núna sem betur fer. Ætlum að bjóða Jóhönnu og Steina í lambalæri og pilsner á morgun, stuð stuð :)

þriðjudagur, júní 19, 2007

Geisp

Þreytandi þessi myndaóða mamma ;)

sunnudagur, júní 17, 2007

Netið loksins komið í lag...húrrahúrra

Við erum búin að vera hálf ómöguleg síðustu vikur því að netið okkar er búið að vera bilað, sorglegt....ég veit :)
En það er svo ótrúlega margt sem gerist hjá svona litlum krílum á stuttum tíma og alveg ömurlegt að geta ekki sett inn myndir og hringt í fjölskylduna og montað sig á skypinu.
En í grófum dráttum það sem er búið að gerast hjá okkur síðustu daga og vikur:

  • Amma á Neskaupsstað kom í heimsókn og knúsaði strákinn sinn og okkur alveg fullt. Hann fékk nýjan tripp trapp stól sem er blár og rosa fínn frá Ömmu sinni og afa og ég og Georg fengum ný föt. Litli fékk líka fullt af pökkum frá íslandi, allskonar bangsa frá langömmu sinni og langafa í Hafnafirði sem honum finnst ótrúlega gaman að horfa á. Þessi dúkka er sérstaklega vinsæl.
  • Tóta föðursystir hans kom líka í heimsókn og knúsaði litla alveg fullt. Hann náði meira að segja að æla á hana í fyrsta skipti sem hún hélt á honum...góð fyrstu kynni :)
    Ótrúlega flott dúkka :)
  • Hann byrjaði að brosa alvöru brosi og finnst mamma sín náttúrulega sérstaklega fyndin
  • Georg byrjaði að vinna þannig að við erum bara búin að vera tvö saman síðustu daga. Það er búið að vera mjög fínt. Sofum út, förum í göngutúra og höfum það notalegt. Litli er ekki smá góður og sefur allar nætur frá ca. 22 á kvöldin til 6 á morgnana og sefur síðan aftur frá ca. 8 til 11. Engin smá lúxus hjá okkur :)
  • Ég og Georg erum bæði búin að segja vinnunum okkar upp þannig að það er ákveðið að við flytjum heim næstu jól!!!
  • Að lokum nokkrar myndir af litla á/í nýja leikteppinu sem hann fékk frá langömmu Boggu og eina á leiðinni í bað (sem honum finnst bara orðið nokkuð notalegt).

mánudagur, júní 11, 2007

Afmæli.

Pabbi/afi minn á afmæli í dag.


Til hamingju með afmælið!!!

miðvikudagur, júní 06, 2007

Amma Sigrún í heimsókn


gott að kúra hjá henni ;)

sunnudagur, júní 03, 2007

1 mánaða

Litli kúturinn okkar varð eins mánaða í dag, húrra húrra. Sindri félagi hans varð tveggja vikna og Ásta átti afmæli í gær. Fórum í afmæliskaffi til Jóhönnu og Steina í dag og fengjum ótrúlega góða súkkulaðiköku nammnamm.

Nokkrar myndir af félögunum.