laugardagur, september 12, 2009

36 vikur

jamm, fer að styttast :)
Arnór er byrjaður á nýjum leikskóla og er mjög glaður. Pissar bæði í klósettið og koppinn og er mjög stoltur af því. Dyrin í Hálsaskógi eru í algjöru uppáhaldi þessa dagana og hann vill bara hlusta á það og horfa á leikritið. Hann er farinn að geta talað aðeins með og hermir eftir refnum. Stelur þvottinum þegar ég er að ganga frá og hlær síðan eins og refurinn.....mjög flottur. Hann er líka á sundnámskeiði, vill reyndar ekkert gera eins og á að gera, bara það sem honum finnst gaman. Dálítið þreytandi að eiga við hann en....honum finnst gaman að kafa :)
Förum til ljósunar og mánudag og ég er að vonast til að getað hætt að vinna bráðlega er orðinn frekar þreytt og stirð, fór 4X fram úr í nótt til að pissa, mega stuð eða þannig.
En smá kosning ;)
Hvað haldiði með kyn og dag???
Ég segi 5 okt og strákur ;)