sunnudagur, september 30, 2007

Ásta og Halli

eignuðust litla stelpu kl 23:05 í gærkvöldi. Til hamingju, hlakka ekkert smá til að fá að sjá hana :) Húrra húrra!!

þriðjudagur, september 25, 2007

Sjáiði hvað ég er orðinn STÓR!!!!!


Riiiiissssiiii.





Í nýja fína bílstólnum... sem vekur vonandi meiri lukku en sá gamli....


Módel pósa og svo eitt vídjó í lokin. Best á erfiðum degi að láta nudda góminn með tannburstanum, hann var búinn að vera ótrúlega pirraður þangað til okkur datt í hug að prófa tannburstann.


föstudagur, september 21, 2007

kaupakaupakaupa

Það er komið stress í mig. Stress yfir því að vera að flytja heim. Hlakka ótrúlega mikið til en kvíði líka alveg fullt fyrir. Erum búin að vera að leita okkur að íbúð til að kaupa en markaðurinn er algjört djók. Erfitt að vita hvort við myndum gera mistök að kaupa íbúð núna, sumir segja að markaðurinn sé í hámarki núna og eigi eftir að lækka, aðrir að hann muni standa í stað. Þannig að við erum mjög tvístígandi með þetta. Ekki er leigumarkaðurinn betri. Var að skoða íbúðir til leigu 120 þús fyrir 60 ferm. íbúð og allt eftir því. Frábært. Áfram Ísland.
Var búin að ákveða að við myndum fyrst finna stað að búa á og svo myndi ég finna mér vinnu, ætlum nefnilega að vera bíllaus, allavega eins lengi og við nennum og getum. Veit samt ekki hvernig þetta fer allt saman. Skrítið að vera að fara að flytja heim, fara frá Arnóri að vinna og fara í þennan "íslenska" pakka. Á ábyggilega eftir að fá of háan blóðþrýsing aftur :)
Ég var orðin svo stressuð yfir þessum íbúðarmálum í gær að mér var orðið óglatt. Þannig að ef þið vitið um ódýra íbúð til leigu endilega látið okkur vita :)

mánudagur, september 17, 2007

Hver vill vera memm??

Tengdó voru í heimsókn um helgina og gátu knúsað strákinn sinn aðeins. Voru í árshátíðarferð þannig að stoppið var stutt en samt gaman að hitta þau.

Ein mynd af Arnóri Breka með afa sínum.

Og tvær á leiðinni út í búð

Nú fer hver að verða síðastur að koma í heimsókn. Kjörið að skreppa til Köben og versla fyrir jólin og hitta hlunkinn glaða í leiðinni......jájájájájá...Ókeypis gisting á sófanum eða ódýrt gestaherbegi í boði, veivei!!!!!

fimmtudagur, september 13, 2007

:(

Vorum að hjálpa Jóhönnu og Steina að flytja í gær.
Í dag fljúga þau til Íslands.
Það finnst okkur mjög leiðinlegt.
Fæ örugglega fráhvarfseinkenni því ég og Jóhanna erum búnar að hanga MIKIÐ saman í öllu óléttu og barneignarstússinu enda bara 17 dagar á milli strákanna.
Á eftir að sakna þeirra fullt.
:(

mánudagur, september 10, 2007

Stóri frændi minn átti líka afmæli í gær.......


Til hamingju með afmælið Máni frændi, það er pakki á leiðinni til þín frá okkur :)

Amma mín á afmæli í dag!!!!

Til hamingju með afmælið mamma/amma/tengdó :)


Hjúkkan kom í heimsókn í dag og Arnór orðinn 7,1 kíló og 67 cm. Hann var hress að vanda og sagði hjúkkan að hann væri sterkur og glaður strákur........að sjálfsögðu :) Enda farinn að velta sér, borða á sér tærnar og hífa sig upp sjálfur!

föstudagur, september 07, 2007

Fyrsti grauturinn og ikea poki.

Hann Arnór fékk graut í fyrsta sinn í gær. Við ákváðum að prufa að gefa honum graut af því að hann var alltíeinu farinn að sofa ferlega ill á næturnar og eiginlega ekkert búinn að sofa neitt sérstaklega vel síðan við komum frá Íslandi.... Við vorum orðin ansi þreytt og úrill. En honum fannst grauturinn bara rosa fínn og svaf mun betur í nótt, var greinilega farinn að þurfa aðeins meira en bara mjólkina frá mömmu sinni.



Svo náði hann í þenna líka sniðuga poka frá Ikea, ótrúlega gaman að fela sig og reyna að borða hann...


og ein töffara mynd í lokin.

miðvikudagur, september 05, 2007

One way ticket home

Pabbi......ég er að fara að koma heim :) HEEEEEEEEEEEEEIIIIIIMMMMMMMMMMMMM
Kv. Sólveig

P.s eigum bókað far heim laugardaginn 8. des. Lendum kl. 14.35 í Keflavík

þriðjudagur, september 04, 2007

4 mánaða

jæja, þá er litli guttinn okkar orðinn 4 mánaða. Hann stækkar og stækkar og verður meiri krakki með hverjum deginum. Hann er farinn að velta sér yfir á magann, kvartar reyndar pínu því hann kann ekki að rúlla sér aftur tilbaka. Hann hlær alveg fullt og finnst ótrúlega fínt að vera í baby björn pokanum og snúa fram þannig að hann geti skoðað allt. Amma hans og afi eru búin að vera í heimsókn. Þau leigðu bílaleigubíl og við fórum á Lousiana safnið að skoða ljósmyndasýningu. Arnóri fannst reyndar ekkert gaman að þurfa að vera í bílstólnum og varð alveg fjólublár af reiði þegar hann var settur í hann. Nú þarf hann heldur ekkert að fara meira í bíl fyrr en við komum til Íslands :) Það var ótrúlega gaman að hafa mömmu og pabba, fínt að fá smá hvíld og pössun. Arnór var rosa ánægður með þau og hló og hló að afa sínum. Hitt ömmu og afa parið kemur síðan þar næstu helgi og við hlökkum til að hitta þau.
Við erum búin að bóka okkur far til Berlínar í byrjun nóvember og verðum í fimm daga í heimsókn hjá systur hans Georgs.
Ljósmóðirinn er að koma í heimsókn á mánudag að ræða um grauta og hvað við eigum að gefa honum að borða til að byrja með. Hann hefur það reyndar fínt á brjóstinu ennþá og það virðist alveg nægja honum í bili. Verður samt spennnandi að sjá hversu stór og þungur hann er orðinn.
Myndir og meira síðar.

laugardagur, september 01, 2007

Vúhú


Vorum að eignast svarthærða frænku, nú á Arnór Breki litla frænku :) Hún er ótrúlega fín :)