sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg Jól!!

mánudagur, desember 18, 2006

Kung fu kríli

Já, loksins búin í sónarnum og allt leit svona líka rosa vel út. Ljósan skoðaði heilann, hjartað, nýrun og magann og taldi putta og tær og allt eins og það átti að vera. Krílið barðist reyndar hetjulega við ljósmóðurina, var illa við allt þetta pot. Þannig að hún átti erfitt með að taka myndir fyrir öllum spörkunum og snúningunum. Hún sagði líka að krílið væri "en lille ballademager" eða lítill vandræðagemlingur þannig að við eigum von á góðu ;)
Er sett 9 maí!!!!!!!
Fengum að eiga tvær myndir sem við tökum með heim um jólin.
3 dagar....

fimmtudagur, desember 14, 2006

vika......

búin að næla mér í magapest sem er búin að smita helminginn á vöggustofunni og mig.
Þannig að ég er bara heima í dag....og leiðist. Við erum búin að kaupa flestar jólagjafirnar, sem fylla stóru ferðatöskuna okkar svo að við þurftum að fjárfesta í annarri. Ætlum að klára að versla jólagjafir um helgina og skella okkur á jólamarkað í Christaníu og hugsanlega líka í jólatívolí....ef það verður ekki brjáluð röð. Fáum líka gefins burðarúm í vagninn sem við fengum og barnabað og fleira um helgina, skrítið að vera komin með barnadót strax en við hendum þessu bara upp á skáp og reynum að gleyma því þangað til í maí.
Jább og svo náttúrulega 20 vikna sónarinn á mánudag þá fáum við að vita áætlaðan fæðingadag og kyn....meðgangan nánast hálfnuð......vá!!
Hvað haldið þið....stelpa eða strákur?????

sunnudagur, desember 10, 2006

heimatilbúin aðventukrans og

11 dagar.....

miðvikudagur, desember 06, 2006

15 dagar...


í heimkomu.

þriðjudagur, desember 05, 2006

16 dagar
þangað til að þið getið séð þetta fallega fólk....

sunnudagur, desember 03, 2006

Jólatré

Keyptum okkur þetta glæsilega jólatré í dag.
Georg er búin að baka smákökur og ég söng fyrir hann jólalög á meðan.

18 dagar í heimkomu.........