þriðjudagur, október 27, 2009

3 vikna

Litlu finnst snuðin vera frekar klígjuleg en Arnóri finnst mjög mikið sport að vera með þau....ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér :)

Að spjalla við bróður sinn

Afi nennir alltaf að leika :)
Í 2 vikna viktun 4400 gr

Að leggja sig í baby björninum

Flottur að pissa í klósettið, erum að reyna að taka hann af bleium.....gengur misvel ;)

Og að lokum ein mynd af prinsessunni sem er komin með hósta og kvef :(

mánudagur, október 19, 2009

Fyrsta baðið


Svona til gamans...að ofan: Arnór nýfæddur

Og bollan næstum glæný

Arnór að gera latabæjaræfingar uppí rúmi


Snúllan eftir fyrsta baðið, fannst þetta bara nokkuð notalegt :)

laugardagur, október 10, 2009

Litla snúllan

Duglegur að hjálpa til og er mjög montinn :)

gerir allt eins og hún á að gera :) Svaf til 9 í morgun og drekkur vel.
Arnór er að venjast því að vera stóri bróðir. Hefur mikinn áhuga á litlu og vill helst sofa upp í hjá henni. Alltaf að kyssa hana og vill halda á henni og láta taka mynd af sér.
Vorum að reyna að vekja hana fyrir brjóstagjöf, hún er mjög lengi að vakna og það er svakalega erfitt, kvartaði mikið yfir því að þurfa að vera á maganum en sofnaði svo bara aftur.

fimmtudagur, október 08, 2009

dagur 2


að reyna að skoða pabba sinn
úfffff hvað maður er sybbinn

hvar er brjóstið mitt?

pabbaknús

stoltasti stóri bróðirinn

miðvikudagur, október 07, 2009

stelpan mín



sagði Arnór stóri bróðir þegar hann hitti systur sína. Rosa glaður með hana og vildi endilega fá að halda á henni strax :)

6. október!

Alveg glæný prinsessa!


Flott í dressinu frá Gunnu

Kominn í stóllin góða (sem rétt passar inn í gullbílinn) og á leiðinni heim :-) Meira síðar.

föstudagur, október 02, 2009

38+


Að pissa í klósettið

Vildi endilega að ég tæki mynd af sér í Latabæjarnáttfötunum

Að syngja "amma mín er sæt og fín" :)
Að fara fyrsta daginn á nýja leiskólann.

Annars bara allt gott í fréttum. Georg á afmæli á morgun og hef ég hugsað mér að gefa honum barn í afmælisgjöf......djók...Vorum hjá ljósmóðurinni á mánudag og barnið er skorðað en snýr "öfugt" eins og Arnór gerði. Þannig að nú er bara að krossas putta og vona að það snúi sér rétt fyrir fæðingu. Get ekki sagt að ég sé spennt að endurtaka aðra slíka fæðingu :)
Arnór er rosa glaður á nýja leikskólanum og það er líka þvílíkur munur finnst okkur. Alltaf nóg að gera og farið út á hverjum degi. Hann er líka í íþróttaskóla en ekki alveg sá samvinnuþýðasti ;)