þriðjudagur, janúar 31, 2006

Í krísu.....

Ég á svakalega erfitt með að taka ákvarðanir og nú veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga........ég er búin með 81 einingu í skólanum, sem þýðir að ég á 9 eftir. Ég klára 6 núna frá kennó 3 í lokartigerð og 3 í íslensku þannig að alls þarf ég að klára 3 frá skólanum hérna.
Ég fer í tvö skiptinemafög og pratik sem eru alls ca. 7 einingar, þannig að þá er ég komin með allt sem ég þarf til að útskrifast og vel það.
En svo get ég líka verið í heimilisfræði með dönum en það eru þá auka 3,5 eining og ekkert svakaleg spennandi fag.......þannig að ég veit ekki hvort að ég eigi bara að hanga með hinum skiptinemunum og tala ensku og hef þá meiri tíma til að gera lokartigerð.....eða fara líka í heimilisfræði þrisvar í viku og æfa mig í dönskunni sem er þá orðið svoldið of mikið....HHHJJJJJÁÁÁÁÁLLLLPPP

mánudagur, janúar 30, 2006

Færeyingur óskast...

Já, leitin að Færeysku vinunum heldur áfram. Ég og Sólveig erum búin að vera að leita og leita og leita og leita að einhverjum færeyingum sem við getum misskilið, en ekkert gengur. Þeir virðast eiga einhvern felustað sem enginn getur fundið... við héldum að við myndum finna fullt af þeim hér á kollegíinu en, ekkert gengur. Kannski eru þeir bara einhvers konar goðsögn, eins og einhyrningar... hefur einhver einhvern tíman séð Færeying??? Ekki Ég.
Við erum að hugsa um að skrá okkur bara sem nýja limi í færeyingarhúsinu. Eða dansfélagið Fótatradk

Á laugardaginn var haldið sameiginlegt partý hér á svæðinu, fyrir alla íbúanna og við fórum þangað sérstaklega vegna þess að þar hlutu færeyingarnir að vera. En þegar að þangað var komið voru engir þar nema aðrir útlendingar. Enginn Dani og alls enginn Færeyingur...
Mest bara stelpur frá hinum ýmsu löndum og tyrkir allir að dansa mökunar dansa... mjööög undarleg stemning. Það var líka reykvél og kastljós og fólk að vanga sem gerði staðinn soldið eins og diskótekin sem maður fór á í 12 ára bekk....

sunnudagur, janúar 29, 2006

Føroyskur Dansur!

Í Føroyahúsinum á 1. hædd
2. hvørt sunnukvøld kl. 18


øll eru vælkomin!
Dansfélagið Fótatraðk.

(allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni þeirra)

laugardagur, janúar 28, 2006

Þessi færsla

er tilkeinkuð honum Ólíver sem á eins árs afmæli í dag.....húrra fyrir Ólíver!
Annars er mest lítið að frétta af okkur, Georg er enn að leita sér að vinnu og ég er enn að skrifa ritgerð og bíða eftir að skólinn byrji. Ætlum að fara niður í bæ á eftir að hanga, getum reyndar ekki hjólað mikið því að þá er allt fullt af snjó og eftir að ég sá þrjá detta af hjólunum sínum hef ég ákveðið að nota metroið í bili.
Til hamingju með afmæli Ólíver, hlakka til að sjá ykkur næstu helgi :)

laugardagur, janúar 21, 2006

rising stars.........???

Fórum upp í Jónshús í dag, ráfuðum reyndar um hverfið þar í kring í ca. tvo tíma því að við snérum kortinu óvart vitlaust ;) Allavega ætlaði ég að reyna að finna bækur fyrir lokaritgerðina mína en fann engar, tók bara eina, aðallega samt af því að við vorum búin að labba svo lengi. Sáum líka sýninguna um hann Jón, hún var ágæt, fullt af eftirlíkingum af hlutum sem hann átti einu sinni; borði og stól og bollanum hennar Ingibjargar og einnig var reynt að líkja eftir húsgögnum sem Jón hefði hugsanlega getað haft inni hjá sér........veit ekki...skrifuðum í gestabókina.

Georg og Halli eru búnir að finna sér fótbolta, FC Island, þeir ætla að prófa að fara þangað á morgun og athuga hvort að þeir fái að vera með.......

Annars er Georg bara að bíða eftir svari frá u.þ.b 15 leikskólum, þeim virðist vera illa við að ráða fólk sem talar ekki fullkomna dönsku, þannig að hann endar kannski bara á Mc donalds eða Nettó, sem er kannski ekki svo slæmt því að þá fær hann að vera í búning.
Ég er líka að bíða eftir að skólinn minn byrji, þá fer ég að læra að kenna heimilsfræði, og líka í e-h skiptinemagimpafög og er farin að hlakka til. Svo fáum við að passa Ólíver bráðum, húrra!!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

er tú lesandi, ikki limur???


he he.....limur............

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Prosonic....

Keyptum okkur sjónvarp í gær fyrir skid og ingenting, drösluðumst með það í tvær lestir og heim....skemmtilegt ferðalag það. Vorum reyndar búin að ákveða að við þyrftum ekkert sjónvarp, myndum bara lesa og spila, fara á kaffihús og gera aðra menningarlega hluti. En ég gafst upp fyrir ómenningunni, þættir eins og Desperate houswifes og Americas next top model heilla bara of mikið........

Þannig á ég sjónvarp með 15 stöðvum, hvað ert þú með margar pabbi?????? HAHAHAHAHA

Kv. Sólveig

sunnudagur, janúar 15, 2006

Fleiri myndir!

Allar myndirnar eru komnar inn.


Jæja þá erum við komin aftur til Köben eftir viðburðarríka helgi úti á Mön hjá Erlu og Kim, en meira um það síðar.
Við bættum nokkrum myndum inná myndasíðuna en ekki öllum, restin kemur seinna (tæknin er eitthvað að stríða okkur haha!).

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Heppilegt!!!

Það er tilboð hjá iceland express og þann 13. mars er til flug hingað á 2000 kr.
Ég á afmæli 14. mars..........heppilegt ;)
kv. Sólveig

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Myndir Myndir Myndir Myndir!!!

Við vorum að setja upp smá myndasíðu.
Sjá líka tengilinn til hægri (undir ,,Links")
Meira seinna....

p.s. það á að ýta á dalslandsgade og þá sjáiði myndirnar :-)

mánudagur, janúar 09, 2006

Kamar til láns......

Gaman að vera á fjölþjóðlegu kollegíi, þar sem 1/10 færeysku þjóðarinnar er búsettur á!!!!!! Hef ákveðið að Georg eigi að eignast færeyskan vin því að það væri hægt að eiga svo skemmtilega misskilið samtal við hann........þá er um að gera að hanga á barnum þar sem er skrítið fólk og vondur bjór.

Vorum annars að kaupa okkur svefnsófa í ikea, hann er ekkert sérstaklega fallegur, við keyptum bara ódýrasta. Við keyptum okkur líka sjónvarpsskáp undir sjónvarpið sem að við eigum ekki.

Erum annars að fara á Mon á fimmtudagsmorgun að hjálpa systur minni að flytja..............

miðvikudagur, janúar 04, 2006

skúra, skrúbba, bóna..........

búinn að vera mjög skemmtilegur dagur í að þrífa ógeð...........festum líka upp "gardínur" með gjafapappírsbandi og klemmum, mjög fínt.
Ég keypti mér nýtt hjól, húrra húrra. Það er mjög fínt með körfu og bögglabera, þannig að Georg getur fengið far í bæinn ef hann vill.
Fórum að sækja um vinnu fyrir hann í dag og það er víst best að gera það bara í gegnum netið, erum annars bara að bíða eftir e-h samnorrænu flutningsvottorði en það er ekkert hægt að gera fyrr en við fáum það sent.
Skólinn minn byrjar ekki fyrr en í febrúar........sem er reyndar ágætt því þá get ég byrjað á b.ed ritgerðinni minni sem verður án efa ákaflega spennandi.......Annars bara ekkert spennandi í fréttum, ætlum að fara á markað að reyna að finna okkur ódýrt sjónvarp og sófa helst svefnsófa, svo fólk geti komið og gist hjá okkur.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár!!!!


þá er nýtt ár gengið í garð og það gamla liðið.
Við fórum í mat til Ástu og Halla í gær og fengum hamborgarahrygg, nammmi namm. Svo tók við hörku singstar maraþon og söngurinn varð verri og verri þegar að líða tók á kvöldið og keppnisskapið jókst (hmmmmm). Við fórum út og hofðum á flugelda og það voru bara Íslendingar hérna fyrir utan að sprengja upp. Það var svolítið skemmtilegt og þjóðlegt.......annars fannst mér skrítið að vera í svona miklum rólegheitum, vantaði allt stress og alla familíuna, það fannst mér sorglegt.
Erum annars búin að liggja í leti í allan dag, keyptum pizzu á pizzastaðnum sem er hérna og fengum lánaðar dvd myndir hjá Ástu og Halla.
Ætlum að fara á morgun að stússast, skrá okkur í kerfið hérna í Danmörku, fá okkur bankareikning, leita að vinnu fyrir Georg og kíkja upp í skólann minn, er ekki enn búin að komast að þvi hvenær hann byrjar og hvernig stundataflan er o.s.frv.

Annars bara, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.