fimmtudagur, febrúar 11, 2010

Íþróttaálfurinn


Veikindin vonandi að baki í bili og allir hressir. Iðunn er orðin 4 mánaða og stækkar og stækkar og verður meiri og meiri karakter. Mjög gaman. Hún er næstum því alltaf í góðu skapi og brosir til allra. Reyndar mjög fljót að skipta skapi og finnst leiðinlegt að láta klæða sig. Hún elskar að fara í bað og sund og að dunda sér með dót. Setur ALLT upp í sig og klæjar greinilega í góminn. Finnst bróðir sinn alveg frábær. Hún sefur alla nóttina og vaknar yfirleitt 6:47 til að fá brjóst. Hún sefur enn í vagninum og erum við hægt og rólega að reyna að venja hana á rúmið sitt :) Það er bara svo ógurlega þægilegt að fá að sofa alla nóttina :)
Arnór er líka hress. Fundum Latarbæjar grímubúning sem hann fer í um leið og hann er búinn í leikskólann. Var grátur fyrst því hann mátti ekki sofa í honum. Hann vill ekki fara í leikskólann á morgnana og ekki koma heim þegar við sækjum hann :) Hann fer alltaf í íþróttaskólann með afa sínum og stundum ömmu á laugardögum. Hann fór aðeins á hestbak síðustu helgi og fannst það bara mjög mikið sport. Mjög montinn með sig. Hann er nánast alveg hættur með bleiu, í alvöru í þetta skiptið :) Honum finnst mjög gaman að hjálpa til við að elda og baka og er bæði búinn að fara í leikhús og bíó....orðinn risa stór ;)

Og allir í flugvél....


Flottur pabbi og flott börn

Amma í sveitinni að leika, hún fær ekkert frí þegar hún kemur í heimsókn :)

Iðunn að reyna að borða stólinn sinn

Íþróttaálfurinn


hjálpar til við að gera pizzu.

5 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

ótrúlega skemmtilegur bloggpistill og myndirnar frábærar :-) En vá hvað þau stækka fljótt. Meira svindlið að vera svona langt í burtu. Jæja, ætla að fara að sofa, þarf að vakna snemma til að koma bæði Mána og mér í búning í fyrrmálið :) LOVE, Erla

20:13

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Flottasti íþróttaálfur sem ég hef séð! Þau eru yndi! Hlakka til að hitta þau næst í bænum:)Tóta.

21:49

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

hæ flottar myndir og gaurinn töffari. gaman að fá svona fréttir. ef daman sefur vel í vagninum og líður vel þar er það ekki bara gott mál
kveðja ragnheiður

19:31

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

VA en hvad thid erud fin fjolskylda! Hlakka svo til ad hitta ykkur a 25 ara afmaelisdaginn thinn. Eins gott ad bornin verdi anaegd ad sja mig, annars fer eg ad grata. Astarkvedja fra Afriku :)

12:34

 
Anonymous Aika kvað...

Din blog indlæg er virkelig underholdende at læse;)

03:25

 

Skrifa ummæli

<< Home