föstudagur, ágúst 25, 2006

Fullorðin????

Eyddum fjórum tímum í Ikea ferðalag í dag, vorum að skoða húsgögn og allskonar dót sem við þurfum að kaupa. Þurfum líka að taka margar mjög flóknar ákvarðanir, t.d hvort við eigum að kaupa ódýrasta rúmið sem er lélegt eða eyða aðeins meiri pening í það og þá endist það lengur, hvernig eldhúsborð við eigum að kaupa, er ódýrara að leigja bíl eða fá dótið sent heim. úfffffff......það er erfitt að vera orðin fullorðin.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Húrra

Erum komin með íbúð í annarri blokk á sama kollegí á 8. hæð.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Hún á afmæli í dag......

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Inga
Hún á afmæli í dag.
Hipp hipp húrra!!
Til hamingju með afmælið kæra systir :)

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Stóra systir



Síðasti gestur sumarsins farin. Þótt að íbúðin sé lítil finnst mér alltaf svolítið tómlegt þegar gestir fara. Ingvar, bróðir minn er búin að vera í heimsókn í viku. Við gerðum ýmislegt túristalegt eins og að rölta niður Istegade að skoða hórur og dópsala og fara á erótíska safnið. Svo fórum til Malmö og í kanaltúr um Köben. Í bíó á danska gelgjumynd og héldum upp á afmælið hans Ingvars með köku og bjór.

Fórum líka niður í bæ á djammið og stóra systir alltaf að passa upp á litla barnið og elti hann út um allt, ótrúlega lúmsk samt........var líka með einhverjar áhyggjur af honum þegar við vorum að hjóla, átti erfitt með að hjóla og fylgjast með honum að hjóla fyrir aftan mig þannig að ég kom upp svona bjöllukerfi. Þegar ég hringdi bjöllunni átti hann að hringja sinni og þá vissi ég að það væri allt í lagi, þetta fannst mér alveg svakalega góð hugmynd en honum ekki eins góð....skrítið!

Meira um vinnu- og íbúðarmál síðar.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Þekkir einhver einhvern

sem þekkir einhvern, sem er með íbúð til leigu í Köben frá 1. september og vantar leigendur?

laugardagur, ágúst 05, 2006

Búinn að laga grillið....


...og það er jafnvel betra en nýtt, takið sérstaklega eftir kókdósinni sem jafnar hallann, fullkomið!!!

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Pólska sirkusfjölskyldan flutt til Íslands



Héldum garðpartý síðasta kvöldið áður en þau fóru. Það var svaka fjör, borðuðum súkkulaðiköku, jarðaber, ís og snakk nammi namm. Og eftir allt átið þurftu tvö skítug börn að fara í heimagert bað í plastkassa. Máni sirkusstjóri hélt uppi skemmtun og eftir kvöldið vorum við öll orðnir heiðursmeðlimir í sirkusfjölskyldunni, þóttum sína frábæra hæfileika í frumsömdum atriðum. Eftir alla veislunni fannst sirkusstjóranum komið nóg og sagði að það væri bara best að hann færi inn og legðist hjá litla bróður sínum.
Ég reyndi að telja Erlu á að skilja börnin eftir hjá okkur en það tókst ekki alveg.....er strax farin að hlakka til að hitta þau um jólin....og náttúrulega alla hina líka :)