sunnudagur, júlí 29, 2007

Arnór Breki Georgsson
miðvikudagur, júlí 25, 2007

Komum heim á morgun.

Lendum seint annað kvöld. Þétt dagskrá um helgina, hittum prestinn og ég fer í klippingu á föstudag, brúðkaup hjá Magneu og Svanberg á laugardag og svo skírn á sunnudag. Höfum ákveðið að hafa skírnina mjög fámenna og óformlega, höfum því miður ekki tíma né efni á fjölmennari skírn. Ég vona að við náum nú samt að hitta sem flesta og monta okkur af hlunknum okkar.
Við verðum heima hjá mér á Laugalæknum og allir velkomnir í heimsókn ;)

föstudagur, júlí 20, 2007

Matarboð hjá Jóhönnu og Steina


Ég og Sindri
Við og hlunkarnir


Dálítið líkir :)

og Georg finnst ótrúlega gaman að láta taka myndir af sér....

Ásta og hlunkurinn nafnlausi

Fékk nokkrar myndir lánaðar hjá þeim (tók þær reyndar bara en ég vona að það sé í lagi......)

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Afmæli!!!

Hún Sigrún amma mín á afmæli í dag, húrra fyrir henni!!!


miðvikudagur, júlí 18, 2007

Myndir fyrir ömmur mínar :)


Ég kem heim eftir viku og hlakka til að knúsa alla, húrra!

mánudagur, júlí 16, 2007

Félagarnir
fimmtudagur, júlí 12, 2007

Gvendur eða Geir?

Stór spurning. Nú eru nákvæmlega 2 vikur í heimkomu og við orðin stressuð og farin að hlakka til. Litli vex og dafnar og verður mannalegri með hverjum deginum. Hjalar alveg fullt og brosir. Honum finnst skemmtilegast að fá að sitja einn og verður stundum mjög móðgaður ef hann er tekinn upp. Hann er alveg ótrúlega forvitinn og það er bara hægt að halda á honum þannig að hann geti skoðað allan heiminn í leiðinni og hann hangir því á öxlinni á mér hálfan daginn. Við erum búin að vera mjög dugleg að fara út að labba með Sindra og Jóhönnu og þeir sofa í vagninum á meðan. Hún kenndi okkur einmitt hárblásara trixið. Ef litli er mjög óvær setjum við hárblásarann í gang og þá róast hann alltaf, veit ekki alveg hvað nágrannarnir halda um okkur.....alltaf að þurrka á okkur hárið.
Meira síðar.

föstudagur, júlí 06, 2007

Bræðurnir farnir á Hróaskelduog við hlunkurinn alein heima :)
Villi á afmæli í dag og við borðuðum súkkulaðiköku í tilefni dagsins húrra!!

sunnudagur, júlí 01, 2007

myndasería dagsins


Með Vilhjálmi föðurbróður.