laugardagur, apríl 29, 2006

Færeykst orðafelli

Betur er at vera fyrirvarin en aftirsnarin









Þar hafiði það!

föstudagur, apríl 28, 2006

hvernig manneskja ertu?









Jább, er búin að fara í tvö atvinnuviðtöl. Fyrsta var skelfilegt, á e-h leikskóla þar sem ég fékk spurningar eins og "hvernig manneskja ertu?" ég svaraði eins og ég gat, þá kom svona 2 mín. þögn og konan sagði "gætirðu lýst aðeins betur manneskjunni þér?" uuuuuuu.....þá vinnu fékk ég ekki, sem betur fer!

En í dag er ég komin með vinnu hahaha, fékk vinnu hjá ferðaskrifstofu, mjög spennandi og fjölbreytt starf, húrra. Á sömu skrifstofu og Ásta er að vinna, við verðum að vinna á móti hvor annarri. Erum að hugsa um að kaupa okkur eins galla, þannig að við getum hjólað hlið við hlið í vinnuna á morgnana, unnið á móti hvor annarri og að sjálfsögðu farið á sama tíma í kaffi. Hjólað saman heim aftur, í blokkirnar okkar sem eru á móti hvor annarri, þetta verður fullkomið!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

súkkulaði

Georg er kominn með fulla vinnu á leikskólanum, allir svo ótrúlega ánægðir með hann!!
Mig langar í súkkulaði.

mánudagur, apríl 17, 2006

Gleðilega páska

Það sem við gerðum um páskana:
  • Borðuðum súkkulaði
  • Fórum í göngutúra
  • Hengum úti í "sólbaði"
  • Gerðum tilraun til að grilla...enduðum á því að steikja matinn.
  • Lásum
  • Horfðum á lélegt sjónvarpsefni
  • Fórum í páskamat til Ástu og Halla mmmmmm....lambalæri
  • Spiluðum catan og actionary
  • Kepptum í sing star
  • Sváfum
  • Skoðuðun Amager strandpark (tekur bara 2o mín að labba og svona 10 mín að hjóla, þar ætla ég að vera í allt sumar).



föstudagur, apríl 14, 2006

Hún á afmæli



















Hún Berglind.....af því tilefni voru kjúklingarnir skírðir "Berglind" og einn brenndur.....
































Berglind...þessar myndir eru til heiðurs þér :)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Draugar í íslenskum þjóðsögum

Jæja, þá eru fyrri skil á ritgerðinni á morgun. Húrra!
Vantar enn nafn á verkið og allar uppástungur vel þegnar.......koma svo......... :)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Gúgú

Þegar ég mætti í skólann í morgun var einhver nemandi búinn að mála á veggina, klósettinn og hurðarnar með brúnni málingu. Mjög undarlegt, þetta voru svona hálfar setningar eins og "jeg kan tale, skrive og forstå", "hvad er det for et sem. da kan ikke snakke med mig" og "et unikt menneske." Svo voru líka e-h setningar um saklausa múslímska stúlku og skóla sem er stjórnaður af karlmönnum, náði því ekki alveg....og svo nafnið á stúlkunni undir. Hún er allavega komin inn á spítala núna....sem betur fer en samt afar sorglegt og frekar spúkí.

Georg er að keppa í handbolta og ég er komin í páskafrí og veit ekki hvað ég á af mér að gera. Get því miður ekki byrjað að vinna því að eftir páskafrí er tveggja vikna praktik. Þannig að framundan hjá mér er að klára ritgerðina, klára sex verkefni fyrir skóann hér, sækja um vinnur og telja á mér tærnar.

mánudagur, apríl 03, 2006

Frænkan




Já það var stuð um helgina.
Potað í ljós og seríur, bent á allskonar hluti og fólk, staðið út í glugga, farið út á róló og neitað að koma inn aftur, spjallað við skerminn á vagninum þegar að frænkan reyndi að svæfa, sullupartý inn á baði á rassinum og pissað á gólfið og á frænku, hlegið hrossahlátri og stjórnast.....sannkölluð partýhelgi!!!!

laugardagur, apríl 01, 2006

Hjólahreinsunardagur



Það er verið að hreinsa til á Kollegínu og nú er verið að taka öll ómerkt hjól. Georg náði rétt að bjarga sínu hjóli í morgun en mitt er í viðgerð....aftur.

Georg er að keppa í handbolta og ég er að vinna í ritgerðinni, vaska upp og bíða eftir að annar uppáhalds frænda minna, hann Ólíver komi í pössunarpartý!

Jájájájá...ekkert merkilegt í fréttum, jú annars ég fór út á peysunni í dag og var bara dáldið kalt...hitinn 10 gráður.......það er að koma sumar :)

Verður maður ekki að vera sannur Íslendingur og fara á stuttbuxunum út að grilla í kvöld og kaupa ís?