hvernig manneskja ertu?
Jább, er búin að fara í tvö atvinnuviðtöl. Fyrsta var skelfilegt, á e-h leikskóla þar sem ég fékk spurningar eins og "hvernig manneskja ertu?" ég svaraði eins og ég gat, þá kom svona 2 mín. þögn og konan sagði "gætirðu lýst aðeins betur manneskjunni þér?" uuuuuuu.....þá vinnu fékk ég ekki, sem betur fer!
En í dag er ég komin með vinnu hahaha, fékk vinnu hjá ferðaskrifstofu, mjög spennandi og fjölbreytt starf, húrra. Á sömu skrifstofu og Ásta er að vinna, við verðum að vinna á móti hvor annarri. Erum að hugsa um að kaupa okkur eins galla, þannig að við getum hjólað hlið við hlið í vinnuna á morgnana, unnið á móti hvor annarri og að sjálfsögðu farið á sama tíma í kaffi. Hjólað saman heim aftur, í blokkirnar okkar sem eru á móti hvor annarri, þetta verður fullkomið!
húrra fyrir sólveigu, bestu næstelstu systur í heimi :)
ég heimta að fá e-mail frá þér bráðum
09:15
Þið skötuhjú eruð aldeilis dugleg
og til hamingju með nýju vinnuna:O)
tóta systir georgs
13:49
Hæ Sólveig..
ég er búin að vera að fylgjast aðeins með blogginu ykkar upp á síðkastið..það virðist vera rosa stuð hjá ykkur.
Ef þú ætlar að vera áfram þarna í sumar verð ég að fá að hjóla við í heimsókn til þín við tækifæri.
Flyt út 4.júní!
Hafðu það gott until then:)
kv. Hildur Þórey (soon to be fellow teacher)
14:42
Til hamingju með vinnuna, kiss kiss. Ég ætti kannski bara að koma líka, ekkert gaman hér á klakanum. Allavegana sakna ég ykkar allt of mikið. En nú lofa ég að koma í heimsókn....fyrr en ykkur grunar...stefni á að koma í júní! Ef ég má??
Jæja aftur að læra...verið dugleg að blogga svo ég hafi eitthvað skemmtilegt að lesa :)
kveðjur, knús og kossar frá MÉR!!!
16:23
Húrra, allir að koma til Köben og koma að heimsækja mig :)
Þið eru velkomnar í heimsókn, aldrei að vita nema að ég bjóði upp á öl einn eða tvo jafnvel. Svo er alltaf laust pláss á svefnsófanum....
17:56
Til hamingju með vinnuna þetta er bara glæsilegt hjá ykkur báðum.
Svo taka bara ferðalögin og sumarið við og allt í góðu.
1000 kossar og knús
kveðjur frá Dvergholti.
Aftur innilega til
hamingju Sólveig.:):):):)
16:09
innilega til hamingju, gamnan gaman, knús og kossar til ykkar allra kv Andrea
17:06