sunnudagur, janúar 28, 2007

Húrra fyrir Ólíver!!Hann á afmæli í dag og verður 2 ára. Vildi að ég gæti knúsað hann :)

fimmtudagur, janúar 25, 2007

allt í toppstandi í bumbunni

og hjólið mitt er frosið í 3 gír, sem væri ekki svo slæmt nema að 3 gírinn virkar ekki þannig að það er frekar erfitt að hjóla. Jább, var hjá lækninum í dag og allt eins og á að vera, blóðþrýstingurinn í fínu lagi og þyngdin fín. Hann mældi bumbuna og sagði að stærðin á henni væri upp á cm eins og hún ætti að vera, skólabókadæmi. Ekki slæmt það. Krílið var reyndar ekki samvinnuþýtt frekar en áður og rúllaði sér í hringi þegar læknirinn var að reyna að finna hjartsláttinn en það tókst þó að lokum. Hann sagði reyndar að ég ætti eftir að fá einhvern sjúkdóm sem gæti smitast af kattahlandi og hefur endalaust langt nafn á dönsku, veit ekki alveg hvað hann var að tala um en ég á allavegana að forðast kattahland.
Bless.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

rigning....

Það er búið að rigna á hverjum degi síðan við komum heim, eiginlega komin með nóg af rigningu, væri alveg til í smá snjó í staðinn. Fór í göngutúr með vöggubörnunum mínum um daginn og við tíndum gul blóm, fyrstu vorblómin. Held samt að veturinn eigi ábyggilega eftir að koma. Jább. Annars bara allt gott að frétta af okkur. Er komin á 25 viku, með öðrum orðum 6 mánuði, ekkert smá fljótt að líða. Krílið er bara í góðu stuði, farið að vakna við hljóð (held ég allavega) fæ a.m.k stundum kung fu spörk í bumbuna þegar krakkarnir á leikskólanum eru að öskra eða grenja. Það sefur samt mest allan daginn (held ég) og er síðan í miklu stuði á kvöldin, brjálað partý í bumbunni eftir kvöldmat.

sunnudagur, janúar 14, 2007

sunnudagur...

brjálað rok í köben og erum því bara búin að hanga inni í dag. Fórum að þvo, vaska upp, ryksuga, versla í matinn og fleira skemmtilegt ;)
Er að reyna að finna út úr fæðingarorlofinu mínu en það lítur allt út fyrir að ég megi hætta að vinna 14 mars, á afmælisdaginn minn, 8 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Lúxus að búa í Danmörku :)Þannig endilega koma í heimsókn eftir 14 mars svo mér leiðist ekki....veivei!

laugardagur, janúar 06, 2007

Takk fyrir okkur :)

Erum komin til baka til Köben eftir tvær frábærar vikur á Íslandi. Náðum að gera alveg fullt á þeim tíma, átum yfir okkur, fórum í fullt af fjölskylduboðum og í heimsóknir til fjölskyldu og vina. Fórum á nokkur spilakvöld og partý, kíktum á djammið og ég veit ekki hvað......Hefðum samt alveg viljað geta haft meiri tíma til að hitta alla en það verður þá bara næst.
Erum búin að gera bumbualbúm og setja sónarmyndirnar inn á myndasíðuna okkar, þannig að þið getið fylgst með bumbuvextinum.
Bless í bili.