fimmtudagur, janúar 25, 2007

allt í toppstandi í bumbunni

og hjólið mitt er frosið í 3 gír, sem væri ekki svo slæmt nema að 3 gírinn virkar ekki þannig að það er frekar erfitt að hjóla. Jább, var hjá lækninum í dag og allt eins og á að vera, blóðþrýstingurinn í fínu lagi og þyngdin fín. Hann mældi bumbuna og sagði að stærðin á henni væri upp á cm eins og hún ætti að vera, skólabókadæmi. Ekki slæmt það. Krílið var reyndar ekki samvinnuþýtt frekar en áður og rúllaði sér í hringi þegar læknirinn var að reyna að finna hjartsláttinn en það tókst þó að lokum. Hann sagði reyndar að ég ætti eftir að fá einhvern sjúkdóm sem gæti smitast af kattahlandi og hefur endalaust langt nafn á dönsku, veit ekki alveg hvað hann var að tala um en ég á allavegana að forðast kattahland.
Bless.

3 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

thad er sorglegt fyrir kattarunnenda eins og thig....

love...

21:13

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Frábært að allt gangi vel hjá ykkur og krílinu.
Það er líka frost í Berlín.
Tóta og co.

13:40

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Þú ert lítur ekkert smá vel út með bumbuna þína. Gangi ykkur vel!
Kv,
Nonni og Beta

23:30

 

Skrifa ummæli

<< Home