sunnudagur, júlí 23, 2006

sunnudagur...

föstudagur, júlí 21, 2006

Góðir dagar.....




Já við erum búin að hafa það aldeilis gott síðustu daga. Sól, hiti, strönd og grill. Magnea og Þórunn komu í heimsókn og við "hjálpuðum" henni að versla aðeins :) Svo hittumst við stelpurnar, ég Ásta, Berglind og Magnea eitt kvöld og fórum á kaffihús, mjög gaman hjá okkur.
Ég er búin að fara í tvo vinnuviðtöl, annað var fínt, hitt var skelfilegt, leið eins og ég væri í lögregluyfirheyrslu frekar en að vera að sækja um starf í leikskóla. Þau voru fimm inni og yfirheyrðu mig til skiptis í einn og hálfan tíma......úfffffff.
En svo er ég að fara aftur í viðtöl á mánudag og þriðjudag, vona að ég fái bara að ég fái vinnu á ágætis stað.......

mánudagur, júlí 17, 2006

erum að gera svipað vídjó........

http://video.google.com/videoplay?docid=-3550358339530187597

laugardagur, júlí 08, 2006

Hlandmengun!



Við gleymdum að segja frá því að á hróarskeldu var gefin út viðvörun vegna hlandmengunar í loftinu. Jábbs hitinn var svo mikill og sólin skein svo skært að allt pissið gufaði of hratt upp og gat valdið óþægindum í hálsi og sviða í augum.... bæði skemmtilegt ooog hressandi!!!

Gestum og starfsmönnum var ráðlagt að ganga með hlífðargrímur og gleraugu.

Líklega er þarf ekki að segja frá að lyktin var eftir aðstæðum...mmmmmm.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

hiti og hróaskelda og augu og barnapössun

Við erum komin heim frá Hróarskeldu. Þar var heitt og tjaldið okkar svitnaði að innan, við skildum það eftir. Annars var ótrúlega gaman, skemmtileg tónlist, skemmtilegt fólk.....allskonar fólk....alsbert fólk. Mikið drukkið af bjór og ég pissaði í fyrsta og vonandi í síðasta skiptið í röð í bás, sem var mjög undarlegt. Myndir af hátíðinni eru komnar inn á myndasíðuna.
Augnaðgerðin tókst vel, er komin með 110% sjón samkvæmt lækninum. Komst samt að því á Hróa að ég sé ekkert sérstaklega mikið í myrkri eftir X marga bjór og ca 20 tíma vöku. Hmmmm....skrítið.
Er á fullu að reyna að finna mér nýja vinnu, svo er bara að bíða og sjá hvað gerist.
Erla og familía eru hjá okkur í heimsókna núna og verða fram á laugardag. Ég var alein í dag að passa bræðurna og gekk bara vel, smá mútur með ís og vídjó :) Svo er ég að fara að passa aftur á morgun og verð, að mínu mati, mjög líklega orðin uppáhalds í öllum heiminum á laugardag.
Annars er ástin, maturinn og heilsan í fínu lagi. Það er reyndar allt of heitt, búið að vera yfir 3o stiga hiti í meira en viku og ógeð að vera úti í sólinni og inni reyndar líka. Úfffffff.
Adios