þriðjudagur, október 21, 2008

sundgarpurinn

  • var að fá þennan fína galla fá ömmu sinni og afa í ekru. Hann er orðinn mjög duglegur í sundi, "syndir" um allt með kútana sína, stekkur á kaf eins og ekkert sé og finnst bara ótrúlega gaman að fara í sund. Hann veit líka að þegar hann kemur upp úr þá fær hann matarkex eða eitthvað góðgæti svo foreldrarnir fái frið til að klæða sig. Þannig að það fyrsta sem hann gerir er að opna skápinn og benda á töskuna og segja nammnamm.
  • Hann var loksins að læra að segja pabbi áðan, húrra!! Annars hefur hann alltaf notað mamma á okkur bæði (minnir það þig á einhvern Erla??). Hann notar líka amma á bæði ömmu sína og afa....algjör óþarfi að vera að flækja þetta eitthvað.
  • Honum finnst hann ótrúlegur töffari með hattinn sinn og vill helst draga hann niður í augu, veit ekki af hverju en honum finnst það mjög töff.
  • Hann elskar að fara í heimsókn til Gunnu og Bjarna enda fær hann alltaf óskipta athygli þar meðan við Georg erum í fríi. Hann stoppar ekki og hleypur fram og tilbaka og Bjarni á eftir. Svo fær hann alltaf líka kókómjólk sem honum finnst ekki slæmt.
  • Honum finnst mjög mikið sport að fara eitthvað þó að það sé ekki nema bara niður í þvottahús þá kveður hann mjög formlega segir "bæbæ" a.m.k 3x og sendir nokkra fingurkossa með.
  • Hann elskar að fara í leikskólann og um daginn þegar hann var lasinn fékk hann nóg af heimahangsi dró leikskólatöskuna sína fram á gang og rétti pabba sínum skóna sína. hmmmm svona erum við leiðinleg til lengdar. Hann á líka eina uppáhalds leikskóladömu og þegar hann sér hana á morgnana stekkur hann í fangið á henni og vinkar bless.
  • Hann saknar frændsystkina sinna í Svendborg mjög mikið og bendir oft á myndir af þeim og segir "nanana" sem er Ólíver "nana" sem er Röskva og "nana" sem er Máni, ótrúlega klár :)
  • hmmm hvað meira??hann elskar dýr og bíla. Með algjöra bíladellu, finnst mest sport að fara í stóra jeppan og stýra, hann reynir líka að "keyra" allt, pónýhúsið (sem er í tveimur hlutum) situr í öðrum hlutanum og keyrir hinn, baðblómið o.s.frv Svo vill hann alltaf skoða sömu blaðsíðurnar í bókunum sínum aftur og aftur, það eru blaðsíðurnar með bílum eða traktorum eða vöubílum.....
Man ekki meir í bili og er farin að sofa. Síðasti kennsludagur fyrir vetrafrí á morgun jesssssssssssssss

laugardagur, október 04, 2008

réttir, róló, skápur og fleira