sunnudagur, ágúst 26, 2007

Gaman að horfa á pabba sinn vaska upp.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Morgunleikfimi

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Til hamingju með afmælið Inga uppáhalds

föstudagur, ágúst 17, 2007

pirrpirr

Hann Arnór Breki er búinn að vera frekar lítill í sér síðustu daga. Gæti verið að byrja að taka tennur, vitum það ekki alveg.....finnst það svolítið snemmt. Það er samt farið að glitta í eina framtönn efst í gómnum. Hann nennir ekkert sérstaklega að drekka og slefar og slefar, litla greyið. Georg var að fara með hann út að labba og ég heyrði hann gráta alveg hingað upp á 8. hæð, langaði mest að fara út og ná í hann :(
Annars var ég að fjárfesta í brjóstapumpu, er að vonast til að geta látið annað ömmu og afa parið passa þegar þau koma. Hann hefur ekki viljað pela ennþá en við höfum tvær vikur til stefnu áður en mamma og pabbi koma og mánuð í að mamma og pabbi hans Georgs koma þannig að við prófum bara áfram. Við ætluðum að setja fleiri myndir inn á myndasíðuna en hættum við eftir ógeðisfréttina á mbl.is Ætlum ekki að setja inn fleiri myndir fyrr en við getum læst síðunni.....viljum ekki að hver sem er geti skoðað myndir af honum.
Úfffffff þetta er orðin algjör barnabloggsíða, enda við Georg ekkert merkileg lengur (......alls ekkert bitur....)


Smá vídjó af hlunknum síðan hann var bara 2 vikna. Þá fannst honum jafnvel ennþá verra og erfiðara að vakna... og okkur finnst þetta ekkert smá fyndið.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Til hamingju með afmælið Erla móða

systir mín á afmæli í dag, setti inn nokkrar myndir af uppáhalds frændanum í tilefni dagsins :)

mánudagur, ágúst 13, 2007

Komin heim


frá Íslandi. Frábær ferð hjá okkur. Fórum í brúðkaup hjá Magneu og Svanbergi sem var svakalega fínt og góður matur, takk fyrir okkur. Var svo bjartsýn að reyna að gefa Arnóri Breka pela en hann vildi ekki sjá það. Þannig að ég kom við heima á tveggja tíma fresti og gaf :)
Við skírðum strákinn okkar og það var líka mjög gaman. Arnór var eins og ljós allan tímann og presturinn var rosalega fínn og mamma og pabbi og Bjarni og Gunna búin að undirbúa þessa fínu veislu, takk kærlega.
Fórum í fjölskylduferð á snæfellsnes sem var mjög huggulegt og Ingvar Freyr átti tilþrif helgarinnar með besta drag-drottningarleik sem sést hefur...
Reyndum að leita okkur að íbúð til að kaupa en það gekk ekkert sérstaklega vel....ekki mikið af spennandi íbúðum í boði á því svæði sem við viljum vera.
En mjög vel heppnuð ferð og hefðum helst vilja vera lengur!!