laugardagur, september 30, 2006

Húrrahúrrahúrra... ég á afmæli!!!

Ok kannski ekki alveg strax (3. okt) en ég er samt búinn að fá fyrstu afmælisgjöfina mína, þessa ótrúlega flottu camperskó frá Sólveigu.


Húrra fyrir Sólveigu!
Húrra Fyrir Camperskónum!!
Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!!!


Ég held að þetta séu flottustu skór heimsins og ég ætla alltaf að vera í þeim... líka þegar ég er sofandi.

laugardagur, september 23, 2006

mér leiðistog ég er með heimþrá.
Mig langar að fara upp í sumarbústað og mig langar á íslenskt djamm og hitta familíuna og vinkonur mínar :(
Og mig langar í flatköku með hangikjöti og kristal plús og mig langar í harðfisk og lakkrís og súkkulaði....mig langar til Íslands.

En mamma og pabbi eru að koma í heimsókn í þar næstu viku, jibbí, samt strax farin að kvíða fyrir að þurfa að kveðja þau aftur ;( (snökt) og svo kemur Inga systir í heimsókn í nóvember og við komum heim um jólin.....þetta verður fljótt að líða ekki satt??

Ég veit að ég er ekki á landinu en er samt búin að skrifa undir þetta mikilvæga átak.

sunnudagur, september 17, 2006

Myndirmyndir

Hér eru nokkrar myndir af flutningunum og herberginu okkar og stofunni. Myndir af ganginum og baðherberginu koma seinna (á eftir að gera fínt þar....)


Nýja fína rúmið okkar passaði ekki í lyftuna, þannig að það þurfti að flytja það upp hringstigann.....8 hæðir......tár og sviti og nokkrar bjórpásur, það komst þó upp á endanum.

Svefn/tölvuherberið, vantar reyndar ennþá fætur undir rúmið.

Stofan og eldhúsið og Georg að vaska upp.


laugardagur, september 09, 2006

K 803

Við erum flutt í nýja íbúð og ég er komin með vinnu á Vöggustofu hérna rétt hjá.

Nýja heimilisfangið er

Øresundskollegiet
Dalslandsgade 8 K 803
2300 Købehavn S

Og heimasíminn okkar er (0045) 32 88 68 76

Myndir og meira síðar.

laugardagur, september 02, 2006

Bömmer


Já síðustu dagar eru ekki alveg búnir að fara eins og við vildum. Síðasta miðvikudag komumst að því að við fáum ekkert nýju íbúðina okkar 1. sept eins og við héldum því að húsvörðurinn vill taka sér allt að 1 og 1/2 til 2 vikur í að fara yfir hana og mála.... en samt borgum við fulla leigu allan mánuðinn. Og í gær sáum við að konan sem var með íbúðina á undan okkur býr ennþá í íbúðinni OKKAR þannig að við erum að borga leigunna hennar. En af því að við bjuggumst að sjálfsögðu við því að flytja 1. þá erum við búin að pakka öllu dótinu okkar niður og verður líklega hent út úr gömlu íbúðinni á mánudaginn.....ótrúlega skemmtilegt allt saman.