föstudagur, febrúar 22, 2008

9 og 1/2 mánaða


og hann stækkar og stækkar, er búinn að stækka um 2 og hálfan cm á 10 dögum. Hann er farinn að skríða út um allt og stendur upp við hluti. Hann gengur með borðum og finnst mjög gaman að tæta. Hann er farinn að borða "alvöru" mat og finnst kjötbollur með brúnni sósu og kartöflum best í heimi. Hann er algjör gaur og er alltaf að, elskar að gera eitthvað sem hann má ekki og það ískrar alveg í honum ef við bönnum honum eitthvað. Jamm held að þetta sé ágætis lýsing á litla orminum, læt nokkrar myndir fylgja.

laugardagur, febrúar 09, 2008

105!!!!

Það bendir allt til þess að við endum í besta hverfinu....105....veiveivei. Þori samt ekki að fagna of mikið alveg strax, eigum eftir að ganga frá lána málum og svoleiðis smámunum :)
En líklega verðum við orðnir íbúðareigendur eftir svona 2-3 vikur og þá verður opið hús og mikil gleði.