sunnudagur, ágúst 31, 2008

fyrsta kennsluvikan búin

og ég er gjörsamlega búin á því. Mamma hélt að ég væri með glóðurauga en það voru bara baugar...húrra. Jamm, vona að þetta verði auðveldara eftir því sem líður á. Þau eru í rosa stuði að prófa hversu langt þau komast með mig ;)
Arnór er líka í miklu stuði þessa dagana, en greinilegt að það tekur á að vera byrjaður að labba. Hann er gjörsamlega úrvinda á kvöldin og skapið eftir því, sem sagt gott partý hérna á kvöldin. Fórum í húsdýragarðinn í dag og hann skemmti sér stórvel, hermdi eftir öllum dýrahljóðunum og neitaði að leiða foreldra sína...ekki nógu töff sko. Svo fékk hann kókómjólk í kaffiteríunni, fann sjálfur barnastól sem hann klifraði uppí.
Georg er byrjaður í skólanum og getur því sótt Arnór aðeins fyrr á daginn. Þeir eru víst fjórir strákar með ca. 40 konum í bekk, jamm og jæja.
Stefnum á að halda innflutningspartý í september og að senda hlunkinn í nætuspössun í fyrsta skiptið :)

mánudagur, ágúst 11, 2008

1,2,3,4...12 Skref!!!Já, ormurinn ákvað bara allt í einu að hann kynni að labba. Nú labbar hann og labbar og segir bara "abbi, abbi, abb" (labbi, labbi, labb).

Það er semsagt mikið stuð framundann hjá okkur :-)

laugardagur, ágúst 09, 2008

vel valið


Nú er hann ekki lengur smábarn.....heldur töffari í boxer..... :)


Nú skil ég betur alla klikkuðu Íslendingana sem fara til Köben, HogM og versla fyrir árið því að barnaföt eru fáranlega dýr hérna. En takk amma og afi fyrir öll fötin og Erla fyrir tískuráðgjöf......drengurinn er mjög flottur í nýju fötunum.

P.s uppþvottaburstinn er nýr ekki notaður :)