föstudagur, janúar 22, 2010

Myndir


Nýja (kreppu) klippingin :)





Iðunn 3 mánaða
og Arnór ca. á sama aldri

þriðjudagur, janúar 19, 2010

rjómabollan

orðin 6.670 gr og 67 cm. Mjög blómleg og fín. Reyndar orðin lasin og er með svo mikið slím ofan í sér að hún kastar upp og á erfitt með að drekka. Arnór er búinn að vera slappur síðan um jólin og er á pensílínskammti nr 2 núna. Var í nefkirtlatöku og fékk rör í eyrun í morgun. Hann var algjör snillingur, mótmælti ekkert þegar hann var svæfður, hélt bara í hendurnar á okkur og sofnaði. Erfitt var það samt að horfa á hann :(
Vonum að allir fari að hressast, Arnór er ekkert búinn að fara í leikskólann í 1 og 1/2 viku og þau bæði búin að sofa mjög illa síðastliðna daga.
Sem sagt stuð á okkur ....langar til útlanda.

miðvikudagur, janúar 06, 2010

3 mánaða og myndir í hrærigraut


Arnór á gamlárskvöld, tilbúinn í náttfötununum og að sjálfsögðu með apann og bangsann :)

Villi líka tilbúinn

Arnór og Iðunn

Alltaf að kyssa systur

Iðunn 3 mánaða að hlæja í fyrsta sinn
Mamma Inga og Villi á GamlárskvöldIðunn fín á Gamlárskvöld

Jólamyndinirnar í ár

Áttu að fara í jólakort ;)

Sjáðu mamma, honum finnst þessi húfa mjög flott
Arnór að leika Mikka ref
Á leiðinni á jólaball

Flottur jólasveinn


Arnór vill alltaf hafa Iðunni hjá sér þegar við lesum saman fyrir svefninn.


Annars allt fínt að frétta af okkur. Iðunn farin að sofa á næturnar 7 9 13 og hefur það bjargað geðheilsunni :) Hún drekkur og drekkur og stækkar og stækkar, ótrúlegur kraftur í henni.
Arnór er með í eyrununum og kominn á pensílínn spurning með rör og kirtlatöku á næstu mánuðum. Hann suðar reglulega um að fara í flugvélina og hitta Mána, Ólíver og Röskvu.
Var ekki sáttur við að Inga systir væri að fara í flugvélina á morgun án hans. Annars er hann mjög hress. Farinn að tala heilmikið og elskar að fara í heimsóknir og hitta fólk og vill helst vera eftir. Honum finnst mjög gaman að fara í allskonar föt og er oft í fínum lakkskóm og með bleikan hatt og veski þegar ég sæki hann á leikskólann. Klæðir sig í föt af systur sinni og elskar að máta alla skóna á heimilinu. hefur gaman af dýrum og bílum og bókum og að leika Mikka ref. Er farinn að vilja gera allt sjálfur, klæðir sig og við megum ekki koma nálægt.
......Og við Georg erum líka hress, oft þreytt en samt glöð :)