mánudagur, apríl 23, 2007

38 vikur....




og takið eftir flottu buxunum ;) alltaf jafn smart!!
Hvenær haldiði svo að krílið láti sjá sig??
Ég ætla að vera bjartsýn og segja 1 maí (eða 6).

föstudagur, apríl 20, 2007

helv. færeyingar

Ég og Georg sitjum undir teppi að frjósa úr kulda. Með alla glugga galopna og kveikt á hundrað ilmkertum til að reyna að svæla út viðbjóðslega lykt sem kemur inn frá færeyingunum sem búa á sama gangi. Veit ekki hvað þeir eru að elda en það lyktar verr en kæst skata, kúgaðist (í alvöru) áðan þegar ég var á leiðinni út. Fatta ekki hvernig fólk getur borðað eitthvað sem lyktar svona, fatta heldur ekki hvernig þeim dettur í hug að lofta út með því að opna út á gang og deila matarilminum með allri blokkinni. Helv. færeyingar ;)
Kv. Pirraða ólétta konan

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Ég get víst hjólað Berglind!!!

Posted by Picasa

mánudagur, apríl 16, 2007

20 stiga hiti og sól ;)



og ég úti á bumbunni :) Fór með Jóhönnu upp á svalir áðan og við lágum í sólbaði. Mjög skrítið að þurfa að bera á sig sólarvörn í apríl, held að það hafi bara aldrei gerst áður.
Það er einmitt á svona dögum sem ég sakna garðsins okkar ótrúlega mikið.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Spennandi...


Já, þá erum við búin að kaupa 3 miða heim, með Iceland Express, til Íslands. Við komum heim fimmtudaginn 26 júli um kvöldið og förum svo aftur til Danmerkur 12. ágúst snemma um morguninn. Húrra!


p.s. Við erum að spá í að leigja út íbúðina okkar á meðan, ef þið vitið um einhvern sem hefur áhuga endilega látið okkur vita.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

36 vikur......

og "bara" 4 vikur í áætlaðan dag.
Vorum hjá lækninum í dag og allt í góðu. Bumban ekki búin að stækka mikið síðastliðinn mánuð.....sem betur fer. Hjartslátturinn hjá krílinu alveg eins og hann á að vera og blóðþrýstingurinn og þyngdin í góðu lagi hjá mér. Þannig að það er bara allt í toppstandi. Erum búin að skrúfa saman rúmið sem mamma og pabbi gáfu okkur og erum líka búin að setja hillu yfir kommóðuna, sem við ætlum að nota sem skiptiborð (þ.e kommóðuna).

Heimatilbúinn órói fyrir ofan skiptiborðið.

Allt að verða tilbúið fyrir krílið, finnst alveg ótrúlega erfitt að þurfa að bíða svona en bráðum fer Jóhanna að byrja í barneignarfríi líka og þá get ég hangið með henni, húrra ;)

sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðilega páska

Við fengum glaðning í gær, 12 páskaegg frá Nóa Siríus :) Takk pabbi minn!!

föstudagur, apríl 06, 2007

Vandinn að verða pabbi...

Flestum verðandi feðrum er það hættulaust að halda áfram starfi sínu á þungunartímanum. Má raunar segja að reglubundið og ekki allt of þreytandi starf geti bægt frá ýmsum kvillum sem oft gerast áleitnir við verðandi feður á meðgöngutímanum. Mikið mas konunar um prjónales, bleyjur, buxur og önnur barnaföt á þessu tímabili getur haft þau áhrif að föðurnum finnist hann settur hjá og verði jafnvel afbrýðisamur í garð litla angans, sem spriklar í kviði móður sinnar, og þess vegna er hinni verðandi móður ráðlagt að víkja einstaka sinnum að áhugamálum föðursins og gefa sér tíma til að skiptast á nokkrum orðum við hann dag hvern.

Þetta er hægt að gera mjög hratt og alls ekki nauðsynlegt að hætta að prjóna á meðan, eða leiða hugann frá kviðspriklinu. Það nægir oftast að hún spyrji hann hvort ekki hafi verið annríkt á skrifstofunni þennan daginn. Vinsamleg setning frá hinni verðandi móður af og til hefur undraverð áhrif á líðan föðursins og getur alveg vikið til hliðar þeirri minnimáttarkennd sem ærið oft vill sækja að honum, þótt þáttur hans í því, sem komið er, sé óneitanlega nokkur.

Hreint loft og töluverð hreyfing er hinum verðandi föður nauðsynlegt. Stutt hjólreiðaför getur varla gert honum mein. Þó verður hann að gæta þess, þegar líður á þungunarskeiðið, að fara ekki langt frá heimilinu, svo hann eigi ekki á hættu að fá slag, ef hann kæmi heim og fengi þær fréttir, að konunni hefði verið ekið á fæðingardeildina, meðan hann var fjarverandi, og hann því enga vitneskju fengið um það, hvar maturinn væri.

Verði andlegir fylgikvillar þungunarinnar svo ískyggilegir hjá verðandi föður, að hann taki vart á heilum sér, ætti eiginkonan að leyfa honum að skreppa á dansleik eða kráarflakk með piparsveinum eina kvöldstund.