föstudagur, desember 30, 2005

ég keypti mér bleik röndótt stígvél

í dag, þau eru fín. Það er svo mikið slapp út um allt að ég blotnaði í gegnum sólann á skónum mínu og nú er ég komin með kvef, það er ekki gaman.
Við erum komin með ný númer;

Sólveig: (0045) 20319256
Georg: (0045) 20319254

Þannig að ef þið lærið annað númerið er mjög auðvelt að muna hitt!!!!!!!

Heimilisfangið okkar er:

Sólveig og Georg
Øresundskollegiet
Dalslandsgade 8, M112
2300
København S
Danmark

Þannig að nú getið þið farið að senda okkur alls konar dót.

fimmtudagur, desember 29, 2005

Úffff

Meðal þess sem beið okkar í íbúðinni var;
  • 1 par af bleikum svínainniskóm sem voru fastir við gólfið.
  • Tuska á eldhúsborðinu sem var föst við borðið
  • 5 fullir pokar af blöðum
  • Myglaður matur í ískápnum
  • Jólapappír
  • Sígarettupakki
  • Alls konar skóladót
  • Fullt af kössum
  • gamlar tuskur bak við klósettið
  • Gamalt rusl
  • Stundaskrár
  • þurkkaðar rósir út um allt....
  • Minninsmiði á eldhúsborðinu; The table I didn't do it, be careful. (vitum ekki ennþá hvað það þýðir.....spennandi!)
  • Klístur á gólfinu
  • Gamall póstur
  • Vond lykt
  • Skilríki frá þeim sem voru hérna og við erum að hugsa um að senda þeim ruslið þeirra.....múhahahahaha

Já, þetta var mjög hressandi, en nú erum við búin að taka til og gera fínt. Því miður fylgja engar myndir því að við gleymdum að pakka snúrunni sem tengir myndavélina við tölvuna (tók samt mynd af inniskónum).

Á morgun ætlum við að kíkja aðeins í bæinn og svo hitta Halla og Ástu þegar að þau koma......húrra!

Bless

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ástin sigrar

Allir að prufa þetta fyndna og skemmtilega próf.............hahaha

laugardagur, desember 10, 2005

Á leið til Köben

Já, við erum búin að kaupa far 29. desember.
Meiri bjór meira fjör!