laugardagur, nóvember 24, 2007

Tvær vikur!

Ný myndavél = nýjar myndir


Við fundum svona ótrúlega skemmtilegt dót inni í skáp alveg brjálað stuð að sitja í kassanum og rúlla sér áfram.


Litla stofan okkar er full af drasli...

Speedo fyrir ungbarnasundið, hlunkurinn verður nú að lúkka...

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

fer að styttast

í að við komum heim. Arnór sefur enn, ég vaknaði við það í morgun (kl 5:30) að það var lítill ormur að toga í hárið á mér og heimta brjóst. Hann nennti síðan ekkert að fara að sofa aftur og hélt áfram að toga í hárið á mér (afar hressandi svona snemma á morgnana). Hann sofnaði loksins klukkutíma seinna eftir að ég var búinn að skorða hann vel upp við mig og með hendina utan um hann svo hann gæti ekki snúið sér eða náð í hárið á mér, stuð hjá okkur.
Erum byrjuð að pakka aðeins og versla jólagjafir. Georg á bara eftir að vinna í 6 daga og svo fer hann í frí. Hann er búinn að vinna sér inn einn dag í fríi (því að hér fær maður ekki borgað yfirvinnukaup heldur vinnur sér inn frítíma í staðinn) og er því í fríi á mánudag, húrra!!
Það var að byrja nýr starfsmaður á leikskólanum hans sem hafði víst byrjað á gamla leikskólanum mínum....hann hélt út í tvo daga áður en hann sagði upp og fannst ótrúlegt að ég hafi dugað svona lengi þarna (þannig að það er ekki bara ég)........Hann sagði að það hefði verið alveg svakalega vondur starfsandi í húsinu. Jább ég vona að ég verði heppnari með vinnu næst.
Jæja hafragrauturinn bíður

föstudagur, nóvember 16, 2007

albúm

Er að gera albúm fyrir Arnór og það er ótrúlega mikil föndurvinna. Ég prenta líka út gömul blogg og komment og lími inn á milli mynda. Mjög áhugaverð lesning og gaman að skoða bumbumyndir og myndir af honum "litlum"
38 vikna vááááá
nýfæddur
Jamm annars nóg að gera við að undirbúa heimkomu og versla jólagjafir. Georg á fullu í vinnunni og að vinna verkefni í þroska- og námsálarfræði milli þess sem hann leikur við Arnór og eldar handa okkur mat :) En nú er ég að taka til og gera fínt meðan Arnór sefur, stuð stuð!!

mánudagur, nóvember 12, 2007

nokkrar myndir

Orðinn algjör grallari og situr aldrei kyrr. Rúllar sér út af leikteppinu og vaknar oft þveröfugur í rúminu sínu. Elskar að rífa í hárið á mömmu sinni, ótrúlega skemmtileg uppfinning. Reynir líka að ná í allt sem er nálægt, greip t.d í körfuna hjá einni konu út í búð í dag og var ekki á því að sleppa. Enda heldur hann fast þegar hann nær í eitthvað, sérstaklega ef við reynum að ná því af honum.


Hjálpa pabba sínum að ganga frá þvotti. Ótrúlega spennandi pokar og allt sem skrjáfar í. Honum finnst líka mjög gaman að klóra í allskonar hluti með mismunandi áferð, eins og sófann og plast.
Pakka fyrir Berlínarferð.

Að slappa af með pabba.

heimaleim

verð að viðurkenna það að það eru dálítið blendnar tilfinningar hjá mér að vera að flytja heim. Hlakka auðvitað ótrúlega til að hitta alla, fjölskyldu og vini. En á móti kemur að við erum ekki með stað að búa á ennþá og ég nenni ekki að finna mér vinnu fyrr en ég veit hvar við ætlum að búa. Ég er í fæðingarorlofi til 21 des og Gerorg tekur þá við. Ég veit að það er lengri tími en margir aðrir hafa en mig langar ekkert að fara frá Arnóri strax. Vildi helst að ég gæti verið með honum og haft hann á brjósti til a.m.k 9 mánaða...en....Finnst líka óþolandi að vita ekkert og geta ekkert gert í íbúðar- og vinnumálum. Finnst einhvern veginn ekkert spennandi til sölu og leggjum ekki í það að kaupa í gegnum netið. Ég veit alveg að þetta reddast alveg. Væri bara til í að hafa aðeins lengri tíma, geta verið með Arnóri lengur og ekki vera að vesenast í íbúðarmálum, finna nýja vinnu og fara frá honum og hætta með hann á brjósti allt í einu :(

sunnudagur, nóvember 11, 2007

3 vikur og 6 dagar


í heimkomu

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Komin heim

frá Berlín. Það var ótrúlega gaman hjá okkur. Vorum hjá Tótu (systir hans Georgs) og fjölskyldu. Arnóri var mjög ánægður með alla og sérstaklega Lenu og Örnólf. Hann vakti öll kvöld til miðnættis í svaka stuði að spila matador og kúra hjá frænda fyrir framan sjónvarpið. Við skoðuðum allskonar, múrinn, markaði og bókabrennutorgið, fengum okkur Döner og indverskan mat í boði tengdó. Spiluðum alveg fullt og héldum Hrekkjavökupartý í búningum, Georg var kúbverji og ég var spákona allt sérstaklega hannað og skipulagt af Örnólfi.Enn og aftur takk fyrir okkur!!
Myndir eru á leiðinni.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Komin til Berlín...

...og Arnóri Breka fannst gaman að hitta Lenu...