miðvikudagur, nóvember 21, 2007

fer að styttast

í að við komum heim. Arnór sefur enn, ég vaknaði við það í morgun (kl 5:30) að það var lítill ormur að toga í hárið á mér og heimta brjóst. Hann nennti síðan ekkert að fara að sofa aftur og hélt áfram að toga í hárið á mér (afar hressandi svona snemma á morgnana). Hann sofnaði loksins klukkutíma seinna eftir að ég var búinn að skorða hann vel upp við mig og með hendina utan um hann svo hann gæti ekki snúið sér eða náð í hárið á mér, stuð hjá okkur.
Erum byrjuð að pakka aðeins og versla jólagjafir. Georg á bara eftir að vinna í 6 daga og svo fer hann í frí. Hann er búinn að vinna sér inn einn dag í fríi (því að hér fær maður ekki borgað yfirvinnukaup heldur vinnur sér inn frítíma í staðinn) og er því í fríi á mánudag, húrra!!
Það var að byrja nýr starfsmaður á leikskólanum hans sem hafði víst byrjað á gamla leikskólanum mínum....hann hélt út í tvo daga áður en hann sagði upp og fannst ótrúlegt að ég hafi dugað svona lengi þarna (þannig að það er ekki bara ég)........Hann sagði að það hefði verið alveg svakalega vondur starfsandi í húsinu. Jább ég vona að ég verði heppnari með vinnu næst.
Jæja hafragrauturinn bíður

3 Kveðjur:

Blogger Elva kvað...

Gaman ad fylgjast med! Arnór ordinn ekkert smá stór og flottur! Á eftir ad láta thig fá myndirnar af píanósnillingnum ;) var ad spá í ad senda thær á meilinn thinn... Hløkkum til ad sjá ykkur!
E,Toglilli

11:42

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

bíddu bíddu... erud thid ekki komin a fætur klukkan 5:30?????

ha ha

modan

08:56

 
Blogger Unknown kvað...

WWW0601
audemars piguet watches
cheap jordans
ugg outlet
nobis outlet
air huarache
pandora charms
burberry outlet
cheap jordans
le coq sportif shoes
mulberry handbags

02:20

 

Skrifa ummæli

<< Home