miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Komin heim

frá Berlín. Það var ótrúlega gaman hjá okkur. Vorum hjá Tótu (systir hans Georgs) og fjölskyldu. Arnóri var mjög ánægður með alla og sérstaklega Lenu og Örnólf. Hann vakti öll kvöld til miðnættis í svaka stuði að spila matador og kúra hjá frænda fyrir framan sjónvarpið. Við skoðuðum allskonar, múrinn, markaði og bókabrennutorgið, fengum okkur Döner og indverskan mat í boði tengdó. Spiluðum alveg fullt og héldum Hrekkjavökupartý í búningum, Georg var kúbverji og ég var spákona allt sérstaklega hannað og skipulagt af Örnólfi.Enn og aftur takk fyrir okkur!!
Myndir eru á leiðinni.

3 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Og takk fyrir okkur, þetta var rosa gaman, þið verðið að koma sem fyrst aftur hehe eigum eftir að gera helling í viðbót:)

19:51

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

hljomar vel.......... gott ad thid føgnudud hrekkjavøkunni - hvad var arnor?

knus fra Erlu

22:51

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

já í póstinum hahaha

15:53

 

Skrifa ummæli

<< Home