mánudagur, nóvember 12, 2007

heimaleim

verð að viðurkenna það að það eru dálítið blendnar tilfinningar hjá mér að vera að flytja heim. Hlakka auðvitað ótrúlega til að hitta alla, fjölskyldu og vini. En á móti kemur að við erum ekki með stað að búa á ennþá og ég nenni ekki að finna mér vinnu fyrr en ég veit hvar við ætlum að búa. Ég er í fæðingarorlofi til 21 des og Gerorg tekur þá við. Ég veit að það er lengri tími en margir aðrir hafa en mig langar ekkert að fara frá Arnóri strax. Vildi helst að ég gæti verið með honum og haft hann á brjósti til a.m.k 9 mánaða...en....Finnst líka óþolandi að vita ekkert og geta ekkert gert í íbúðar- og vinnumálum. Finnst einhvern veginn ekkert spennandi til sölu og leggjum ekki í það að kaupa í gegnum netið. Ég veit alveg að þetta reddast alveg. Væri bara til í að hafa aðeins lengri tíma, geta verið með Arnóri lengur og ekki vera að vesenast í íbúðarmálum, finna nýja vinnu og fara frá honum og hætta með hann á brjósti allt í einu :(

1 Kveðjur:

Blogger Unknown kvað...

æ, mikið skil ég þig.Líka gott að vera hjá honum þegar verið er að skipta um umhverfi...
gangi ykkur vel.
hildur sveins

18:13

 

Skrifa ummæli

<< Home