miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Niðurtalning

30 vikur búnar og bara 10 vikur eftir af meðgöngunni.
8 vinnudagar í barnseignarleyfi.
Systir mín og Kim koma á morgun.
Mamma og pabbi og Ingvar koma eftir tvær vikur og þá á ég líka afmæli!!!!

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Væri til í að eiga fullt af pening

og geta keypt þessa lóð og byggt mér hús.
Er einhver til í að kaupa hana á móti mér?

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

snjór


Svona lítur hjólið mitt út þessa stundina. Það er búið að snjóa fullt hérna og allar samgöngur í klessu þannig að ég labbaði í vinnuna í morgun. Starfsmannafundinum hjá Georg var aflýst vegna veðurs, húrra fyrir snjónum!

mánudagur, febrúar 19, 2007

Bolludagur.


Danski bolludagurinn var í gær. Við fórum í bakaríið með Jóu og Steina og hjóluðum síðan út á Íslandsbryggju í heimsókn til Ástu og Halla í nýju fínu íbúðina þeirra. Öfunda þau alls ekkert af því að hafa tvennar svalir, þvottavél og þurrkara og uppþvottavél og gestaherbergi, neibb.
Annars voru bollurnar ekkert sérstaklega góðar, langar í alvöru bollur eins og mamma "bakar" alltaf...hahahahahaha... ;)
Annars er öskudagshátíð í leikskólanum í dag og ég sit heima með flensu og engin til að vorkenna mér nema pabbi í gegnum msn, það er ekki það sama :(

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

partý í bumbunni!!


Vorum að koma frá ljósmóðurinni og allt eins og það á að vera :)
Blóðþrýstingurinn fínn og hjartslátturinn hjá krílinu rosa góður og góðar hreyfingar.
Krílið liggur akkúrat eins og við héldum, með hausinn lengst niðri og bakið meðfram vinstri hlið bumbunnar. Sjáum oft á kvöldin þegar það skýtur rassinum upp þá kemur smá bunga á kúluna, mjög fyndið.
Krílið, sem er ekki lengur neitt sérstaklega mikið kríli er orðið 1,3 - 1,4 kíló.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Í dag er valentínusardagurinn.

sem er svo sem ekkert merkilegt nema af því að ég og Georg erum búin að vera saman í 4 ár í dag. Húrra fyrir okkur. Ég er líka gengin 7 mánuði í dag (28 vikur) og við förum til ljósmóðurinnar á morgun. Takk fyrir og til hamingju með daginn Georg :)

laugardagur, febrúar 10, 2007

Tiltekt á laugardegi

Í dag var tiltekt. Við fundum tösku undir rúmi og í henni var fullur pakki af suðusúkkulaði, húrra!!
Hér er mynd af Sólveigu að drekka sjeik.

mánudagur, febrúar 05, 2007

helv....Ikea

Gerðum margt skemmtilegt um helgina, fórum í bíó, út að borða, röltum niður í bæ og fórum á kaffihús. Fórum líka í 5 tíma langa Ikea ferð sem var ekki alveg jafn skemmtileg, komumst m.a að því að Ikea er drasl og fólkið sem vinnur þar hefur enga þjónustulund. Jább, nóg um það!
Annars mest lítið að frétta, krílið er farið að láta hafa meira fyrir sér, sparkar og hnoðast og ég er farin að vakna upp við samdrætti á næturnar....brjálað stuð ;)