mánudagur, febrúar 19, 2007

Bolludagur.


Danski bolludagurinn var í gær. Við fórum í bakaríið með Jóu og Steina og hjóluðum síðan út á Íslandsbryggju í heimsókn til Ástu og Halla í nýju fínu íbúðina þeirra. Öfunda þau alls ekkert af því að hafa tvennar svalir, þvottavél og þurrkara og uppþvottavél og gestaherbergi, neibb.
Annars voru bollurnar ekkert sérstaklega góðar, langar í alvöru bollur eins og mamma "bakar" alltaf...hahahahahaha... ;)
Annars er öskudagshátíð í leikskólanum í dag og ég sit heima með flensu og engin til að vorkenna mér nema pabbi í gegnum msn, það er ekki það sama :(

2 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Ég er nú half fegin að heyra að þú ert heima lasin og ekki í vinnunni lasin. Verð nú bara að segja það.

Vorkenni, vorkenni - þú varst ekki á msn.

knús frá Erlu sys

09:23

 
Blogger Unknown kvað...

þið eruð bara saman í þessu þú og Hildur Þórey (sko, að vera veikar heima)

leiðinlegt að vera veikur en ennþá leiðinlegra þegar maður þarf að hugsa um barn og/eða börn á meðan (þá meina ég sín börn). ...ekki það að mér finnist leiðinlegt að hugsa um börnin mín, það er bara ferlega erfitt þegar maður er veikur!


Hildurs umsjónarkennari að vinna uppsagnarfrest og að leita að nýrri vinnu

18:00

 

Skrifa ummæli

<< Home