föstudagur, ágúst 17, 2007

pirrpirr

Hann Arnór Breki er búinn að vera frekar lítill í sér síðustu daga. Gæti verið að byrja að taka tennur, vitum það ekki alveg.....finnst það svolítið snemmt. Það er samt farið að glitta í eina framtönn efst í gómnum. Hann nennir ekkert sérstaklega að drekka og slefar og slefar, litla greyið. Georg var að fara með hann út að labba og ég heyrði hann gráta alveg hingað upp á 8. hæð, langaði mest að fara út og ná í hann :(
Annars var ég að fjárfesta í brjóstapumpu, er að vonast til að geta látið annað ömmu og afa parið passa þegar þau koma. Hann hefur ekki viljað pela ennþá en við höfum tvær vikur til stefnu áður en mamma og pabbi koma og mánuð í að mamma og pabbi hans Georgs koma þannig að við prófum bara áfram. Við ætluðum að setja fleiri myndir inn á myndasíðuna en hættum við eftir ógeðisfréttina á mbl.is Ætlum ekki að setja inn fleiri myndir fyrr en við getum læst síðunni.....viljum ekki að hver sem er geti skoðað myndir af honum.
Úfffffff þetta er orðin algjör barnabloggsíða, enda við Georg ekkert merkileg lengur (......alls ekkert bitur....)


Smá vídjó af hlunknum síðan hann var bara 2 vikna. Þá fannst honum jafnvel ennþá verra og erfiðara að vakna... og okkur finnst þetta ekkert smá fyndið.

4 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

hann er æði hann Arnór Breki hahaha prump

00:03

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Haha þetta var fyndið Vidjó

mér fannst eiginlega fyndnast hvað þið hlóguð líka að honum

kv Vilhjálmur Freyr Hallsson

12:42

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

æi krútturass. greyið, ekkert smá erfitt að vakna. Hvaðan skyldi hann hafa það?

12:57

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Hann er yndi. Mundu bara systir min, ad eg kenndi ther ad ropa og reka vid... :) ha ha

er ordin fædingarkvidin, en hlakka til ad sja minn hlunk...

looovee, Erla

22:32

 

Skrifa ummæli

<< Home