mánudagur, janúar 30, 2006

Færeyingur óskast...

Já, leitin að Færeysku vinunum heldur áfram. Ég og Sólveig erum búin að vera að leita og leita og leita og leita að einhverjum færeyingum sem við getum misskilið, en ekkert gengur. Þeir virðast eiga einhvern felustað sem enginn getur fundið... við héldum að við myndum finna fullt af þeim hér á kollegíinu en, ekkert gengur. Kannski eru þeir bara einhvers konar goðsögn, eins og einhyrningar... hefur einhver einhvern tíman séð Færeying??? Ekki Ég.
Við erum að hugsa um að skrá okkur bara sem nýja limi í færeyingarhúsinu. Eða dansfélagið Fótatradk

Á laugardaginn var haldið sameiginlegt partý hér á svæðinu, fyrir alla íbúanna og við fórum þangað sérstaklega vegna þess að þar hlutu færeyingarnir að vera. En þegar að þangað var komið voru engir þar nema aðrir útlendingar. Enginn Dani og alls enginn Færeyingur...
Mest bara stelpur frá hinum ýmsu löndum og tyrkir allir að dansa mökunar dansa... mjööög undarleg stemning. Það var líka reykvél og kastljós og fólk að vanga sem gerði staðinn soldið eins og diskótekin sem maður fór á í 12 ára bekk....

1 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

í nóatúni á hringbraut, vinnur einn færeyingur, mæli með að þið kíkið á hann þegar þið komið til baka á frónna;) hef átt ansi skondið spjall með honum;) cio bella kv Andrea

06:48

 

Skrifa ummæli

<< Home