4 mánaða
jæja, þá er litli guttinn okkar orðinn 4 mánaða. Hann stækkar og stækkar og verður meiri krakki með hverjum deginum. Hann er farinn að velta sér yfir á magann, kvartar reyndar pínu því hann kann ekki að rúlla sér aftur tilbaka. Hann hlær alveg fullt og finnst ótrúlega fínt að vera í baby björn pokanum og snúa fram þannig að hann geti skoðað allt. Amma hans og afi eru búin að vera í heimsókn. Þau leigðu bílaleigubíl og við fórum á Lousiana safnið að skoða ljósmyndasýningu. Arnóri fannst reyndar ekkert gaman að þurfa að vera í bílstólnum og varð alveg fjólublár af reiði þegar hann var settur í hann. Nú þarf hann heldur ekkert að fara meira í bíl fyrr en við komum til Íslands :) Það var ótrúlega gaman að hafa mömmu og pabba, fínt að fá smá hvíld og pössun. Arnór var rosa ánægður með þau og hló og hló að afa sínum. Hitt ömmu og afa parið kemur síðan þar næstu helgi og við hlökkum til að hitta þau.
Við erum búin að bóka okkur far til Berlínar í byrjun nóvember og verðum í fimm daga í heimsókn hjá systur hans Georgs.
Ljósmóðirinn er að koma í heimsókn á mánudag að ræða um grauta og hvað við eigum að gefa honum að borða til að byrja með. Hann hefur það reyndar fínt á brjóstinu ennþá og það virðist alveg nægja honum í bili. Verður samt spennnandi að sjá hversu stór og þungur hann er orðinn.
Myndir og meira síðar.
til hamingju með fjögurra mánaðar afmlælisdaginn í gær elsku Arnór Breki, hlakka til að sjá þig og foreldra þína í nóvember, jibbí stuð í Berlín:)
12:21
Til hamingju með afmælið bróður sonur minn:)
... ég var að kaupa mér flug út til Berlínos 21.sept svo við sjáumst í fimm daga i byrjun nóvember
Kv. Vilhjálmur Freyr Hallsson
18:20