föstudagur, september 21, 2007

kaupakaupakaupa

Það er komið stress í mig. Stress yfir því að vera að flytja heim. Hlakka ótrúlega mikið til en kvíði líka alveg fullt fyrir. Erum búin að vera að leita okkur að íbúð til að kaupa en markaðurinn er algjört djók. Erfitt að vita hvort við myndum gera mistök að kaupa íbúð núna, sumir segja að markaðurinn sé í hámarki núna og eigi eftir að lækka, aðrir að hann muni standa í stað. Þannig að við erum mjög tvístígandi með þetta. Ekki er leigumarkaðurinn betri. Var að skoða íbúðir til leigu 120 þús fyrir 60 ferm. íbúð og allt eftir því. Frábært. Áfram Ísland.
Var búin að ákveða að við myndum fyrst finna stað að búa á og svo myndi ég finna mér vinnu, ætlum nefnilega að vera bíllaus, allavega eins lengi og við nennum og getum. Veit samt ekki hvernig þetta fer allt saman. Skrítið að vera að fara að flytja heim, fara frá Arnóri að vinna og fara í þennan "íslenska" pakka. Á ábyggilega eftir að fá of háan blóðþrýsing aftur :)
Ég var orðin svo stressuð yfir þessum íbúðarmálum í gær að mér var orðið óglatt. Þannig að ef þið vitið um ódýra íbúð til leigu endilega látið okkur vita :)

5 Kveðjur:

Anonymous tóta kvað...

þið gætuð farið á háaloftið hjá ömmu og afa hehe
þetta er ömurlegt ástand á Íslandi, við flytjum örugglega aldrei heim:(
♥knús til frænda♥

10:48

 
Anonymous halldoran kvað...

held það sé samt betra að kaupa ef maður getur það á annaðborð.... það er búið að vera segja "hámark" á markaði í mööörg ár.. ekkert að marka þetta..en svo er líka kósí að vera á háaloftinu ;).... en flottar myndir a´flickrinu... hann er svo mikið krútt ég tárast bara.... er ekki málið að hittast í vikunni.... og tóta... ef berlín er ekki að virka þá er geeeðveikt stuð á kollegí í köben.... hehe

22:29

 
Blogger Erla kvað...

fatta aldrei ad kikja myndir nema thær sem thid setjid i færslu. Var ad skoda nuna og va hvad hann frændi minn er ad verda likur mømmu sinni, eins og hun var thegar hun var litil allaveganna. Eda hvad...???

kv. Erla moda

10:05

 
Anonymous Kristín Birna kvað...

Hæ hæ. Rosalega er strákurinn ykkar mikið krútt og til hamingju með nafnið hans. Spurning hvort við fáum ekki að hitta ykkur þegar þið flytjið heim :) Það eru ódýrar íbúðir til leigu á Keili, reyndar frekar langt í burtu en alltaf ókeypis strætó á milli, bara hugmynd.

10:16

 
Blogger Yaro Gabriel kvað...

WWW0601
harry winston jewelry
true religion outlet
converse shoes
coach outlet online
tory burch outlet
michael kors outlet
jordan shoes
manchester united jersey
marc jacobs outlet
coach handbags

02:37

 

Skrifa ummæli

<< Home