miðvikudagur, júní 27, 2007

mjólkmjólkmjólk


Aldrei datt mér í hug að of mikil mjólkurframleiðsla gæti orðið vandamál en ég er gjörsamlega að springa. Veit ekkert hvað ég á að gera, búin að prófa öll ráðin sem brjóstagjafaráðgjafinn gaf mér og ekkert virðist hafa langtíma áhrif. Var að gefa litla að drekka áðan og á meðan lak úr hinu brjóstinu í gegnum gjafabrjóstarhaldaran, bolinn minn, náttgallann hans og samfelluna, það draup........
Það er líka ótrúlega sárt að vera með svona mikla mjólk, get t.d ekki legið á hliðunum og það er vont að hreyfa hendurnar mikið......HHHHHJJJJJJÁÁÁÁLLLLPPPP einhver góð ráð?????

2 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Hummm...mjólkur ráð........
Eina sem mig dettur í hug er að mjólka þig til að "tappa af" og svo fullt af brjóstainnleggjum til að það fari ekki út um allt...
Svo er bara spurning að fara að selja mjólk í brúsa til að græða eitthvað á þessu...hehehehe...
kv
Magnea

22:49

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

settu taubleyju upp við brjóstið sem hann sýgur ekki þegar þú ert að gefa. þá fer ekki allt á flot. Það fer náttúrlega allt af stað þegar hann sýgur, líka í hinu brjóstinu.
Svo fannst mér líka virka að setja þurrann putta á geirvörtuna áður en byrjar að leka úr henni. Það virkar eins og lok/tappi...
Annars gengur þetta yfir eins og allt :o/
Gangi þér vel
kv.hildurs

20:30

 

Skrifa ummæli

<< Home