Netið loksins komið í lag...húrrahúrra
Við erum búin að vera hálf ómöguleg síðustu vikur því að netið okkar er búið að vera bilað, sorglegt....ég veit :)
En það er svo ótrúlega margt sem gerist hjá svona litlum krílum á stuttum tíma og alveg ömurlegt að geta ekki sett inn myndir og hringt í fjölskylduna og montað sig á skypinu.
En í grófum dráttum það sem er búið að gerast hjá okkur síðustu daga og vikur:
- Amma á Neskaupsstað kom í heimsókn og knúsaði strákinn sinn og okkur alveg fullt. Hann fékk nýjan tripp trapp stól sem er blár og rosa fínn frá Ömmu sinni og afa og ég og Georg fengum ný föt. Litli fékk líka fullt af pökkum frá íslandi, allskonar bangsa frá langömmu sinni og langafa í Hafnafirði sem honum finnst ótrúlega gaman að horfa á. Þessi dúkka er sérstaklega vinsæl.
- Tóta föðursystir hans kom líka í heimsókn og knúsaði litla alveg fullt. Hann náði meira að segja að æla á hana í fyrsta skipti sem hún hélt á honum...góð fyrstu kynni :) Ótrúlega flott dúkka :)
- Hann byrjaði að brosa alvöru brosi og finnst mamma sín náttúrulega sérstaklega fyndin
- Georg byrjaði að vinna þannig að við erum bara búin að vera tvö saman síðustu daga. Það er búið að vera mjög fínt. Sofum út, förum í göngutúra og höfum það notalegt. Litli er ekki smá góður og sefur allar nætur frá ca. 22 á kvöldin til 6 á morgnana og sefur síðan aftur frá ca. 8 til 11. Engin smá lúxus hjá okkur :)
- Ég og Georg erum bæði búin að segja vinnunum okkar upp þannig að það er ákveðið að við flytjum heim næstu jól!!!
- Að lokum nokkrar myndir af litla á/í nýja leikteppinu sem hann fékk frá langömmu Boggu og eina á leiðinni í bað (sem honum finnst bara orðið nokkuð notalegt).
GAMAN GAMAN!! frábært að fá ykkur heim á klakan um jólin:) :) Við hlökkum samt enþá meira til að fá að knúsa litla kút þegar þið komið heim í sumar :)
Gaman að skoða myndir af honum, ekkert smá sem hann breytist hratt og stækkar...þau gera því víst ;)
Knús og kossar frá okkur öllum
Magnea og co
22:44
Skemmtilegar myndir :) Já núna fer Steini að byrja að vinna (á miðvikud.) og mamma fer á morgun þannig að þá verð ég líka ein með minn gaur þannig að nú getum við aftur farið að hangsa saman Sólveig ;) nema nú verðum við fjögur veii..
09:09
jæja nuna erum vid a leid i flugid. Sjaumst fljotlega :) Eg panta hann vakandi, ælandi og kikjandi :) eða bara hvernig sem er.
knus fra moðunni
12:26
húrra húrra. en hvað það verður gaman að fá familíuna heim. náði ekki að klára fabjúlös pakkann minn áður en pólska sirkusfjölskyldan fór, svo það er smá staðgengill og þá kemur bara póstsending bráðlega. Annars er líka falleg og síðbúin afmælisgjöf til þín sólveig með þeim :)
lovjú
inga seina
14:56