sunnudagur, maí 20, 2007

Amma og afi í heimsókn

Mamma og pabbi (Sólveigar) eru búin að vera hjá okkur í heimsókn síðan á fimmtudag. Við erum búin að hafa það rosa huggulegt. Fórum til Malmö í gær og ætlum að grilla og spila í kvöld. Litli kúturinn fékk fullt af pökkum frá Íslandi og við þökkum kærlega fyrir okkur. Gott að vita af öllu fólkinu sem er að hugsa til okkar :)

Í heimaprjónuðu peysunni frá Gunnu frænku og Bjarna og sokkum frá langömmu sinni.

Hérna er ein mynd að kútnum með afa sínum.

Honum fannst bara ótrúlega huggulegt þegar amma hans skipti á honum.

Ekki verra að spjalla aðeins við hana


og best að fá að kúra aðeins í ömmufangi :)



Og að lokum tvær myndir af fyrsta baðinu...



...honum fannst það ekki skemmtilegt og varð alveg brjálaður.

p.s Litli bíður spenntur eftir að hitta fleiri úr fjölskyldunni sinni :)

8 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

er ekki bara spurning um ad sleppa badinu framvegis....:)

erla moda

ps. hann klædir afann vel

17:11

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

einmitt það sem ég sagði, hann þarf ekkert að fara í bað :) Veit samt ekki hvort okkar fannst þetta verra, honum eða mér!

20:00

 
Blogger Erla kvað...

Litli er likur ømmu sinni :) Sæt saman :)

vid hløkkum samt til ad fa ømmu heim

kvedja ur soltuninu

21:55

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Mér sýnist hann nú bara vera soldið líkur ömmu sinni. Flott peysa, Dagbjört Sara á einmitt alveg eins nema í öðrum lit. Vonandi fáum við að sjá ykkur þegar þið komið heim :)

10:09

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

hann er svo frábær hann litli frændi, við verðum bara að fara koma og kíkja á hann..

13:17

 
Blogger Erla kvað...

Máni spyr hvort vid megum ekki eiga thetta litla barn. Hann er svo spenntur ad bida, og hann langar svo mikid i thetta litla barn.

svarid sem fyrst, kv. ur soltuninu :)

17:05

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Hann er því miður ekki til sölu, en hann má gjarnan fá hann lánaðan. Máni verður samt að lofa að skila honum aftur. Litla hlakkar líka ótrúlega mikið til að hitta frændur sína.

17:18

 
Blogger yanmaneee kvað...

nike huarache
supreme outlet
yeezy boost 350
cheap jordans
nike air max 270
off white nike
curry 4 shoes
yeezy boost 350 v2
supreme clothing
air max 2018

20:16

 

Skrifa ummæli

<< Home