mánudagur, maí 14, 2007

Fæðingarsagan mikla.

Þetta byrjaði á fimmtudagsmorgninum ca. hálf fimm með smá verkjum. Ég var ekki viss um hvort þetta væri alvöru eða ekki, en var samt að vona. Þá vakti ég Georg og sagði við hann “ég held að við séum að eignast barn í dag” en hann neitaði að trúa mér og fór bara aftur að sofa!!! Rétt fyrir hálf níu hjóluðum við síðan af stað til Jóhönnu ljósmóður (já Berglind, hjóluðum) sem sagði að þessir verkir gætu alveg eins varað í margar vikur og af því að ég átti næstum viku eftir sagði hún að Georg gæti óhræddur farið í vinnuna. Þannig að Georg fór í vinnuna og ég heim og lagði mig.

Um hádegið vaknaði ég svo ennþá með verki en samt ekkert viss, þá ákvað ég að plata Jóhönnu með mér útí Amager Center og verslaði í matinn og svo horfðum við á vídjó. Kl. tvö var svo orðnar 6 mín á milli verkja og okkur hætt að lítast á blikuna, hálftíma seinna voru mínúturnar orðnar fjórar svo ég hringdi í Georg og sagði að það væri líklega best að hann hjólaði bara heim (sagði að hann þyrfti samt ekkert að taka leigubíl eða neitt). Korteri seinna var Georg búinn að hjóla þessa hálftíma leið úr vinnunni sinn og bölva öllum rauðu ljósunum sem hann lenti á og mínúturnar bara orðnar 3. Þá hringdi ég upp á spítala og konan í símanum sagði mér að vera róleg og halda í mér í svona eins og klukkutíma og koma svo. Georg leist ekki á það og hringdi aftur upp á spítala og sagði að við værum bara á leiðinn en hann fékk þá að vita að það væri ekkert pláss og konan ætlaði að reyna að koma okkur fyrir annarsstaðar!! Við fengum samt að koma og brunuðum þá uppeftir. Þegar við komum á spítalann var allt alveg brjálað að gera hjá þeim og við þurftum að bíða eftir lausri ljósmóður.

Loksins kom ein ótrúlega upptekin (mátti ekkert vera að því að bíða eftir Georg næði í töskurnar okkar) en samt voða fín. Hún gat því miður ekki stoppað lengi hjá okkur því hún skildi praktíkantinn sinn einan eftir í miðri fæðingu.
Það var ekki gott því í staðinn fengum við sænska ljósmóður dauðans. Hún var bæði óþolandi og það var erfitt að skilja hana. En hún skoðaði mig og sagði að ég væri komin með fimm í útvíkkun og á meðan hún var að skoða mig fór ég upp í sjö og hún flýtti sér að
finna fæðingarstofu. Einum og hálfum tíma síðar skoðaði hún mig aftur og þá var ég komin upp í níu þar sem ég stoppaði. Síðan sprengdi hún belginn og þá loksins fór vatnið en ekkert meir gerðist. Hálf tíu fannst henni þetta vera að ganga hægt, þar sem ekkert var búið að breytast, þá fékk ég hríðaaukandi drip og hláturgas til að lina verkina. Mitt í öllu þessu þá fannst ljósmóðurinni við hæfi að láta okkur panta mat. Hún rétti okkur matseðil frá eldhúsinu og spurði á hverju við hefðum lyst.....engu...en pöntuðum samt tvær samlokur til að geðjast henni. Loksins fór þetta eitthvað að ganga og ég mátti byrja að rembast. En klukkutíma seinna var enn ekkert búið að gerast og læknir kallaður inn til að meta ástandið, þá kom í ljós að strákurinn okkar var orðinn þreyttur og öndunin og hjartslátturinn eitthvað á reiki. Hann þurfti að koma út strax.
Tuttugu mínútum seinna kom lítill strákur í heiminn. Þá kom í ljós að hann hafði snúið andlitinu upp og þess vegna var þetta svona erfitt og þurfti að taka hann með sogskál og klippa. En allt er gott sem endar vel og strákurinn var svona líka fínn 3,4 kíló og 50 cm rauðhærð sveskja.

3 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Jamm allt er gott sem endar vel :) Og sem betur fer erud thid öll hress. Madur fer samt adeins ad spa i hvad madur er ad leggja a sig ad hrua svona nidur börnum.. ha ha ha :)

kv. E

09:15

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

thid erud svo skrytin. en hvad eg sa thig i anda fara i verslunarmidstod til ad haetta ad paela i "plat verkjunum" hahahahahahahhahahahahah. bless

17:49

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Þú er náttúrulega BARA fyndin....maður fer ekki út að hjóla bara svona í miðjum hríðum með kúlu framan á sér stærri en körfubolta. Hefði nú verið til í að sjá það:) En gott að þetta gekk allt vel að lokum, mig langar reyndar ekkert í barn eftir þessar klippi-lýsinginar!!! Hefði nú alveg getað staðið fyrir ofan "ekki fyrir viðkvæma og óbakaðar mæður"!!! Vonandi ég sofi í nótt:)
En annars er þessi verkaskiping alveg til fyrirmyndar, fæ kannski Georg lánaðan þegar ég er búin að panta mitt barn á e-bay..hehe

23:39

 

Skrifa ummæli

<< Home