þriðjudagur, maí 08, 2007

Rannsóknardagurinn mikli

Í dag fórum við upp á spítala vegna þess það átti að prófa strákinn fyrir allskonar sjaldgjæfum efnaskiptasjúkdómum og taka blóðprufu og athuga með heyrnina. Semsagt allskonar próf og nálastungur og leiðindi... en hlunkurinn stóð sig eins og hetja og grét ekki einu sinni. húrra!

Allt gekk rosa vel og heyrnin var góð og gulan að alveg að fara. Síðan kom sundhedsplejersken (veit ekki hvað það er á íslensku) og mældi hann og vigtaði, búinn að lengjast um heila 3 cm og þyngjast um 50 grömm. Semsagt allt í rosa góðu og gengur vel.



Í gær kom svo pakki með þessu ótrúlega fína teppi, og húfu í stíl, frá Bjarna og Gunnu. Rosa flott og það passar fullkomlega á rúmið hans. Takk takk Bjarni og Gunna!

1 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

frábært að allt gekk vel á rannsóknardeginum mikla. gaman að fá að sjá svona mikið af myndum:)

19:17

 

Skrifa ummæli

<< Home