Ásta og Halli
eignuðust litla stelpu kl 23:05 í gærkvöldi. Til hamingju, hlakka ekkert smá til að fá að sjá hana :) Húrra húrra!!
eignuðust litla stelpu kl 23:05 í gærkvöldi. Til hamingju, hlakka ekkert smá til að fá að sjá hana :) Húrra húrra!!
Það er komið stress í mig. Stress yfir því að vera að flytja heim. Hlakka ótrúlega mikið til en kvíði líka alveg fullt fyrir. Erum búin að vera að leita okkur að íbúð til að kaupa en markaðurinn er algjört djók. Erfitt að vita hvort við myndum gera mistök að kaupa íbúð núna, sumir segja að markaðurinn sé í hámarki núna og eigi eftir að lækka, aðrir að hann muni standa í stað. Þannig að við erum mjög tvístígandi með þetta. Ekki er leigumarkaðurinn betri. Var að skoða íbúðir til leigu 120 þús fyrir 60 ferm. íbúð og allt eftir því. Frábært. Áfram Ísland.
Tengdó voru í heimsókn um helgina og gátu knúsað strákinn sinn aðeins. Voru í árshátíðarferð þannig að stoppið var stutt en samt gaman að hitta þau.
Vorum að hjálpa Jóhönnu og Steina að flytja í gær.
Pabbi......ég er að fara að koma heim :) HEEEEEEEEEEEEEIIIIIIMMMMMMMMMMMMM
jæja, þá er litli guttinn okkar orðinn 4 mánaða. Hann stækkar og stækkar og verður meiri krakki með hverjum deginum. Hann er farinn að velta sér yfir á magann, kvartar reyndar pínu því hann kann ekki að rúlla sér aftur tilbaka. Hann hlær alveg fullt og finnst ótrúlega fínt að vera í baby björn pokanum og snúa fram þannig að hann geti skoðað allt. Amma hans og afi eru búin að vera í heimsókn. Þau leigðu bílaleigubíl og við fórum á Lousiana safnið að skoða ljósmyndasýningu. Arnóri fannst reyndar ekkert gaman að þurfa að vera í bílstólnum og varð alveg fjólublár af reiði þegar hann var settur í hann. Nú þarf hann heldur ekkert að fara meira í bíl fyrr en við komum til Íslands :) Það var ótrúlega gaman að hafa mömmu og pabba, fínt að fá smá hvíld og pössun. Arnór var rosa ánægður með þau og hló og hló að afa sínum. Hitt ömmu og afa parið kemur síðan þar næstu helgi og við hlökkum til að hitta þau.