fimmtudagur, nóvember 30, 2006
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
sunnudagur, nóvember 19, 2006
föstudagur, nóvember 17, 2006
16 vikur
Var að byrja á mánuði 4 í dag, húrra. Og fór ásamt Ingu og Georg til ljósmóðurinnar í dag. Ljósan var íslensk og sagði bara að allt væri eins og það ætti að vera. Heyrðum hjartsláttinn og það var frábært.
Inga systir er í heimsókn og það er komin matur. Myndir og meira síðar.
mánudagur, nóvember 13, 2006
nýji sófinn okkar
Fengum nýja sófa í dag, settum hinn í geymslu undir rúm. Nú vantar okkur bara gesti til að gista í honum ;) Tilvalið að kíkja í jólagjafaleiðangur til Köben og prufa nýja sófann........ekki satt?
Inga systir kemur á fimmtudaginn frá Stokkhólm veiveivei, hlakka ekkert smá til að hitta hana.
Annars mest lítið að frétta, sef ennþá svona ca. 12 tíma á sólahring og borða og vinn þess á milli, hressandi. Fórum á Borat síðustu helgi og skemmtum okkur konunglega. Bless.