sunnudagur, maí 28, 2006
föstudagur, maí 26, 2006
Enn ein myndasíðan!!
Þessi verður sú eina sem við ætlum að nota hér eftir, allar myndirnar eru komnar á einn stað og svo getum við líka sett vídeoskotin okkar hér inn.
p.s.
Ég setti inn einhverjar nýjar myndir og eitt eða tvö gömul video, gaman gaman.
Smellið hér til að skoða eða á linkinn: Nýjasta myndasíðan!! í linkalistanum hér til hægri.
mánudagur, maí 22, 2006
Öguð og metnaðarfull vinnubrögð!!!!
Jább, var að fá umsögn og einkunn fyrir lokaritgerðina. Er mjög sátt....ekki það að ég vilji vera að monta mig....hóst *9*hóst..... :)
Ég og Ásta skáluðum í hvítvíni úti á svölum áðan og sólin skein meira að segja mér til heiðurs.
fimmtudagur, maí 18, 2006
Snillingur!!!!

Auðvitað kusum við Silvíu Nótt, en það var greinilega ekki nóg :(
Finnst eiginlega fyndnast hvað fólk tekur þessu alvarlega...mjög fyndið þegar það var púað á hana.....ennþá fyndara ef hún hefði komist áfram.
Er búin að ákveða að halda með Finnum í aðalkeppninni, finnst danska lagið eiginlega of leiðinlegt og of stolið.
Það er víst eitthvað risa Íslendinga júróvísjon partý á laugardagskvöld....náttúrulega fáar þjóðir sem teka þessu jafn alvarlega, nema kannski Danir.
Ætlar enginn að fara að koma í heimsókn?????????
þriðjudagur, maí 09, 2006
föstudagur, maí 05, 2006
Húha

Georg brann á enninu og ég er byrjuð í nýrri vinnu, þannig að ef þið, kæru lesendur viljið bóka hótel í Kaupmannahöfn þá er það ódýrast að gera það beint í gegnum mig, takk takk.
Á morgun kaupum við sólarvörn númer 100.
hahahahaaha
fimmtudagur, maí 04, 2006
Skál
Þá er ég loksins búin, stóðst kynninguna og fyrirlesturinn í dag og fékk líka þessi glimrandi ummæli :) Þannig að eftir innan við mánuð verð ég orðin kennari, vonandi 7 9 13.
Skál fyrir mér.
miðvikudagur, maí 03, 2006
Allt að gerast
Lokaritgerðin komin til skila, fyrirlestur á ensku og möppuskil á morgun og ný vinna á föstudag.....ekki laust við að ég sé með fiðrildi í maganum, allt of mikið af breytingum á stuttum tíma :) Svo ætla Ólíver og Máni að koma í pössun um helgina og þá er spáð 20 stiga hita og sól og við ætlum í dýragarðinn og kaupa ís, gæti ekki verið betra!