mánudagur, desember 24, 2007
sunnudagur, desember 23, 2007
Jólin á morgun
og jólakortin klár, sveita- og útlandafólk fær sín vonandi fyrir áramót :)
Amma mín (langamma hans Arnórs) á afmæli í dag og verður 96 ára, húrra fyrir henni!
Ekkert að frétta af búslóðinni, Arnór fær líklega ekki gjöfina frá okkur á aðfangadag en hvað um það, jólin koma samt og við í góðum fíling. Jólatréð er komið upp og við erum búin að baka og hlustum á jólatónlist og erum hamingjusöm.....hvað getur maður beðið um meira!!!
föstudagur, desember 21, 2007
sunnudagur, desember 16, 2007
þriðjudagur, desember 11, 2007
Bloggað fyrir Tótu frænku :)
Við erum komin heim og búið að vera nóg að gera. Búin að vera stússast í að fylla út og skila inn allskonar eyðublöðum og hringja hingað og þangað bæði hér og til Dk. Komumst að því að búslóðin okkar er föst í Árhúsum, fórum víst með dótið okkar á höfnina hjá Eimskip en fylltum út pappíra hjá Samskip, mjög snjallt. Georg er á fullu að reyna að læra fyrir próf sem hann fer í á fimmtudag og eftir það er planið að fara á fullt í húsnæðisleit. Nóg að gera......
Arnór er mjög hress og glaður, er farinn að venjast öllu fólkinu og er bara mjög ánægður með alla. Hann er reyndar ennþá dálítið var um sig og vill helst að annað okkar sé í herberginu með honum eða að hann viti af okkur nálægt en þetta er allt að koma.
Arnór og Sindri hittast aftur :)
sunnudagur, desember 09, 2007
Komin heim
og erum með númerið 8477117 í augnablikinu.
eða í sigtúni: 5654372
eða í ekrusmára: 5538201
fimmtudagur, desember 06, 2007
Ekki á morgun
heldur hinn.......
Dótið komið á sinn stað, hefði ekki mátt vera tæpara. Fengum góða hjálp frá Ástu og Halla. Arnór var eftir hjá Ástu meðan við skutluðum dótinu og lét hana aldeilis hafa fyrir sér. Orgaði og grét þegar hann fattaði að foreldra hans vantaði en var samt í góðum höndum svo þetta var ekkert svo skelfilegt :)
miðvikudagur, desember 05, 2007
mánudagur, desember 03, 2007
mamma
Um það bil svona eru samtölin okkar Arnórs Breka búin að vera síðustu daga:
Ég: "mamma"
Arnór: "dada"
Ég: "mamma"
Árnór: "diiiiiiiiida"
Ég: "nei.....mammmmmmma"
Arnór:"frussssssssþþþþþþþþþ"
Og svo framvegis þangað til annað okkar (oftast hann) finnur sér eitthvað betra að gera.