þriðjudagur, desember 11, 2007

Bloggað fyrir Tótu frænku :)



Við erum komin heim og búið að vera nóg að gera. Búin að vera stússast í að fylla út og skila inn allskonar eyðublöðum og hringja hingað og þangað bæði hér og til Dk. Komumst að því að búslóðin okkar er föst í Árhúsum, fórum víst með dótið okkar á höfnina hjá Eimskip en fylltum út pappíra hjá Samskip, mjög snjallt. Georg er á fullu að reyna að læra fyrir próf sem hann fer í á fimmtudag og eftir það er planið að fara á fullt í húsnæðisleit. Nóg að gera......
Arnór er mjög hress og glaður, er farinn að venjast öllu fólkinu og er bara mjög ánægður með alla. Hann er reyndar ennþá dálítið var um sig og vill helst að annað okkar sé í herberginu með honum eða að hann viti af okkur nálægt en þetta er allt að koma.
Nokkrar myndir:Arnór og Röskva
Arnór og Sindri hittast aftur :)

6 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Gaman að þið séuð komin heim !!! :) :) Hlakkað til að hitta ykkur, Þórunn er lasin og ég í prófum...gaman að því ;)
kv
Magnea

08:38

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Heyrðu eins gott að þið áttuð grill..
Hann Arnór Breki er ekkert smá mikið krútt, ætlaði einmitt að fara stinga upp á því að þið tækjuð mynd af honum með jólasveinahúfu handa mér hahaha.
strákarnir og Lena biðja að heilsa, við erum að fara baka piparkökur jibbí.

13:37

 
Blogger Elva kvað...

Til hamingju med ad vera komin heim! Thad er nú samt tómlegt hér í Kaupmannahøfn án ykkar :)

01:33

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

hvernig var með jólasveinahúfumyndina?haha

21:41

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

kemur á morgun

22:45

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

air jordan
golden goose outlet
bape
kyrie 6
nike travis scott
bape
gap yeezy
ggdb sneakers
jordan shoes
100% real jordans for cheap

14:10

 

Skrifa ummæli

<< Home