Gaman að horfa á pabba sinn vaska upp.
Hann Arnór Breki er búinn að vera frekar lítill í sér síðustu daga. Gæti verið að byrja að taka tennur, vitum það ekki alveg.....finnst það svolítið snemmt. Það er samt farið að glitta í eina framtönn efst í gómnum. Hann nennir ekkert sérstaklega að drekka og slefar og slefar, litla greyið. Georg var að fara með hann út að labba og ég heyrði hann gráta alveg hingað upp á 8. hæð, langaði mest að fara út og ná í hann :(

frá Íslandi. Frábær ferð hjá okkur. Fórum í brúðkaup hjá Magneu og Svanbergi sem var svakalega fínt og góður matur, takk fyrir okkur. Var svo bjartsýn að reyna að gefa Arnóri Breka pela en hann vildi ekki sjá það. Þannig að ég kom við heima á tveggja tíma fresti og gaf :)