Fullorðin????

Síðasti gestur sumarsins farin. Þótt að íbúðin sé lítil finnst mér alltaf svolítið tómlegt þegar gestir fara. Ingvar, bróðir minn er búin að vera í heimsókn í viku. Við gerðum ýmislegt túristalegt eins og að rölta niður Istegade að skoða hórur og dópsala og fara á erótíska safnið. Svo fórum til Malmö og í kanaltúr um Köben. Í bíó á danska gelgjumynd og héldum upp á afmælið hans Ingvars með köku og bjór.
Fórum líka niður í bæ á djammið og stóra systir alltaf að passa upp á litla barnið og elti hann út um allt, ótrúlega lúmsk samt........var líka með einhverjar áhyggjur af honum þegar við vorum að hjóla, átti erfitt með að hjóla og fylgjast með honum að hjóla fyrir aftan mig þannig að ég kom upp svona bjöllukerfi. Þegar ég hringdi bjöllunni átti hann að hringja sinni og þá vissi ég að það væri allt í lagi, þetta fannst mér alveg svakalega góð hugmynd en honum ekki eins góð....skrítið!
Meira um vinnu- og íbúðarmál síðar.
sem þekkir einhvern, sem er með íbúð til leigu í Köben frá 1. september og vantar leigendur?