sunnudagur, júní 29, 2008
miðvikudagur, júní 25, 2008
sól
Komin heim frá Króatíu. Það var ótrúlega gaman, fórum í ferðir, í mjög eftirminnilegt strandblakamaraþon, drukkum bjór, leigðum hjólabát hoppuðum í sjóinn af 5 metra stökkbretti....(tók smá tíma að demba sér út í, en tókst að lokum), borðuðum fullt af mat, fórum í sund, héldum upp á afmælið hans pabba, borðuðum fullt af ís og fórum í minigolf í rigningadembu og roki. Ótrúlega skemmtileg og hressandi ferð og takk fyrir okkur.
Nú erum við komin heim og öll komin á sama leikskólann :) Voða kósý. Georg og Arnór eru saman og deild og verða það næstu 4 vikurnar. Ég er að reyna að sannfæra Georg um að við verðum að mæta öll í eins göllum í vinnuna einn daginn, veit samt ekki hvort fleirum en mér þætti það fyndið.
Vona að við getum sett myndir af ferðinni inn á tölvuna bráðum. Bless.
fimmtudagur, júní 05, 2008
Svoooooona sterkur!!!
Erla systir kom áðan og Arnór varð alveg svakalega glaður. Vildi fara beint í fagnið á henni, vinkaði okkar og sagði bæ, í fyrsta skiptið. Ekki slæmar móttökur það. Undirskrift á afsali á morgun....spennandi.