mánudagur, febrúar 13, 2006

Lokaritgerðin mín

fjallar um drauga í íslenskum þjóðsögum, hressandi ekki satt?
Ég er búin að lesa fullt af draugasögum, sumar eru mjög ógeðfelldar en aðrar bara undarlegar, ein heitir t.d ; Maðurinn sem skar hausinn af kerlingunni og önnur "Fáðu mér beinið mitt, Gunna". Ég rakst líka á þessar sögur, veit ekki alveg hvað eða hvort ég á að skrifa um þær í lokaritgerðinni.......

SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ

Í fyrndinni og allt til vorra daga var það landssiður að vaka yfir líkum og var það oftast gjört við ljós ef nótt var eigi albjört.

Einu sinni dó galdramaður nokkur, forn í skapi og illur viðureignar. Vildu fáir verða til að vaka yfir líki hans. Þó fékkst maður til þess sem var hraustmenni mikið og fullhugi að því skapi.

Fórst honum vel að vaka. Nóttina áður en átti að kistuleggja slokknaði ljósið litlu fyrr en dagur rann. Reis þá líkið upp og mælti: "Skemmtilegt er myrkrið."

Vökumaður svaraði: "Þess nýtur þú ekki." Kvað hann þá stöku þessa:

Alskínandi er nú fold,
út er runnin gríma.
Það var kerti en þú ert mold
og þegiðu einhvern tíma.

Síðan hljóp hann á líkið og braut það á bak aftur. Var það síðan kyrrt það sem eftir var nætur.

(Sk. G. -- eftir Einari Bjarnasyni.)

Vögum, vögum, vögum vér

Á einum kirkjustað bar það til, að andar tveir sáust sitja á
kirkjugarðinum við sálarhliðið. Héldust þeir í hendur og reru svo kveðandi:

Vögum, vögum vögum vér
með vora byrði þunga.
Af er nú, sem áður var
í tíð Sturlunga
og í tíð Sturlunga.

3 Kveðjur:

Blogger Freyja Rut kvað...

Mér finnst soldið fyndið að þú, sem ert hrædd við uppþvottavélar, skulir láta þér detta í hug að skrifa um drauga...

14:07

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Halú. Við erum loksins með netið zu Hause! Nýtt blogg og allskonar.
Berlinargengið.Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.

11:51

 
Blogger yanmaneee kvað...

supreme clothing
golden goose outlet
golden goose sneakers
goyard handbags
balenciaga shoes
goyard handbags
golden goose outlet
golden goose
golden goose
yeezy shoes

19:41

 

Skrifa ummæli

<< Home