mánudagur, febrúar 06, 2006

hef ákveðið að fá mér skilti

sem á stendur "ekki sprengja mig". Ég labbaði 40 mín í skólann í dag í snjókomu og slabbi í staðinn fyrir að taka metroið (sem tekur 5 mín). Sumir gætu haldið að það væri skrítið en mér finnst það fullkomlega eðlilegt miðað við alla geðveikina sem er í fréttunum, sérstaklega þar sem skólinn minn er staðsettur rétt við Nørreport sem er samkvæmt lögreglunni líklegast staðurinn sem verður sprengdur, þar eru lestir, metro og strætó......af nógu að velja.

Annars gekk vel að passa Ólíver (setjum bráðum inn myndir), hann var hress og kátur og fannst bara gaman held ég. Allavega hélt hann tónleika fyrir okkur með pottum og sleifum og kassa og fékk líka aðeins að prófa að tromma á hausinn á mér. Hann fékk líka að smakka snakk, sem honum fannst ekki slæmt og borðaði næstum heilann hamborgara......partý partý.




1 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Óliver er aldeilis ánægður hjá ykkur. Gott að hann var hjá ykkur fyrst áður en hann kemur til afa.
Setti söguna í póst í morgun.

kv pabbi

15:38

 

Skrifa ummæli

<< Home