Pokaberi eða barfari????
Var rétt í þessu (meðan ég skrifaði um Halldór Laxness og félagslegt raunsæi) að fá snilldarhugmynd að aukavinnu fyrir Georg.....pokaberi...þegar allir klikkuðu Íslendingarnir koma í verslunarferðir og eyða öllu sem þeir eiga og umfram það.....getur Georg verið persónulegur pokaberi.......ég veit.....snilldarhugmynd. Nú þarf ég bara að semja smáauglýsingu og setja á netið og segja Georg frá framtíðarstarfinu hans.
Mér datt líka annað gott í hug...barfari....þá getur hann farið með fullum Íslendingunum á dajmmið og farið á barinn fyrir þá....þannig að þeir þurfi aldrei að standa upp....
Hann hefur nú þegar reynslu af því að vera "standa í röð maðurinn" jább fékk 5000 kall frá ferðaskrifstofunni hennar Ástu fyrir að standa í röð og kaupa miða á Óperu, ekki slæmt það!
hvað langar þig eiginlega í í afmælisgjöf klessan mín?
11:30