fimmtudagur, maí 08, 2008

Leikskólastrákur

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, litla barnið okkar að byrja á leikskóla. Aðlögunin hefur bara gengið svona lala. Fínn dagur í dag. Frændur hans sem hann dýrkar og dáir eru á sama leikskóla og skemmta honum í útiverunni, hann skríður víst á eftir stærri frændanum út um allt. Á morgun á hann að prófa að sofa, vonandi gengur það vel. Ég er komin með vinnu við að kenna næsta haust og Georg er komin með sumarvinnu í leikskólanum. Þannig að við verðum öll fjölskyldan í sama leikskóla í mánuð í sumar, meðan að leikskólinn hans Arnórs lokar....stuð :) og pínu kjánalegt í leiðinni....

2 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Á ég þá að koma og sækja ykkur öll í leikskólann?

Og eigið þið Georg líka leikskólatöskur?

:)

Þetta verður bara fjör. kv. stóra sys.

10:12

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Til lukku með vinnurnar ykkar og leikskólaplássið og minni á afmælispakkann hjá Eddu hehe :p
Tóta.

22:09

 

Skrifa ummæli

<< Home